Körfuknattleiksdeild styrkir Bostonferð Torfa Lárusar

Á hinum magnaða heimaleik á móti Fjölni í átta liða úrslitum hér síðastliðinn sunnudag tilkynnti stjórn deilarinnar að kaffisjóður kvöldsins rynni óskertur til Torfa Lárusar Karlssonar sem senn fer í erfiða læknisferð til Boston. Vegna þess hve keppnisbúningar Skallagríms og Boston Celtics eru áþekkir gaf Sparisjóðurinn Torfa keppnisbúning Skallagríms til að sýna þeim þarna í Boston okkar græna og gula …

Lionklúbburinn Agla gaf hjartastuðtæki

Í hálfleik í leik Skallagríms og Fjölnis komu fulltrúar Lionsklúbbsins Öglu færandi hendi þegar þær afhentu Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi hjartastuðtæki. Tækið er til nota í neyðartilfellum sem hugsanlega geta komið upp á jafn fjölmennum samkomustað og íþróttamiðstöðin er en á síðasta ári komu um 150 þúsund manns í húsið. Indriði Jósafatsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi tók við tækinu og þakkaði kærlega …

Aukasýning í kvöld á Bugsy Malone í Óðali

Vegna fjölda áskorana verður aukasýning á árshátíðarverki Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi “Bugsy Malone” í kvöld þriðjudagskvöld 15. mars kl. 20.oo Þetta er áttunda sýning á þessari hressilegu sýningu í Óðali. Fjölmennum og styrkjum unglingana í starfi sínu. Um 50 unglingr taka þátt í uppfærslunni og er starf þeirra metið inn í val grunnskólans enda mikið nám þarna í gangi síðustu …

Árshátíðin tókst vel

Leikurum og tækniliði var mikið klappað lof í lófa að lokinni frumsýningu í gær á Bugsy Malone. Fín sýning og fullt af nýjum leikurum sem koma á óvart með vasklegri framgöngu. Leikur, söngur og fullt af gríni…. Velkomin í Óðal.    

Árshátíð NFGB, frumsýning í kvöld

Hver stórviðburðurinn rekur annan í félagslífinu. Samféshátíðin ekki fyrr búin en Árshátíð nemendafélagsins er komin á fjalirnar í Óðali. Að þessu sinni er það Bugsy Malone sem unglingarnir taka fyrir og má ætla að   sýningin verði lífleg en um 40 unglingar taka þátt í uppsetningunni undir leikstjórn Stefáns Sturlu Sigurjónssonar. Þeir sem taka þátt í uppsetningunni fá starf sitt …

Vel heppnuð ferð á Samféshátíð

  Unglingarnir okkar í Óðali voru til fyrirmyndar þegar farið var á Samféshátíðina um síðustu helgi sem að þessu sinni var haldin í Íþróttamiðstöðinni Mosfellsbæ.   Samtals fóru 94 unglingar og fjórir fararstjórar í ferðina frá Óðali og var gist í Félagsmiðstöðinni Bólinu Mosfellsbæ.   Unglingahljómsveitin Mad Mongoos úr Óðali var ein af þrjátíu böndum sem sóttu um að spila …

Rótarýklúbbur Borgarness gefur gjöf

Rótarýhreyfingin hélt upp á 100 ára afmæli Stjórnarmenn í Rótarýklúbbnum afhenda gjöfinaRotarý alheimshreyfingarinnar í Óðali á dögunum.   Fundurinn var öllum opinn.   Snorri Þorsteinsson flutti sögu félagsins og mögnuð fræðsluerindi um hræðilegt ástand íbúa í löndum Afríku voru einnig á dagskrá.     Rótarýhreyfingin lætur alltaf eitthvað gott af sér leiða í starfi sínu og í tilefni afmælisdagsins gaf …

Fundur um atvinnumál

Sveitarfélögin í Borgarfirði norðan Skarðsheiðar ásamt Verkalýðsfélagi Borgarness boða forsvarsmenn fyrirtækja og stofnana til fundar um atvinnumál á Hótel Borgarnesi mánudagskvöldið 28. febrúar kl. 20.30 Dagskrá fundarins 1. Útgáfa kynningarblaðs um atvinnulíf í Borgarfirði 2. Atvinnuvegasýning 3. Kynning á stöðu klasaverkefnisins í Borgarfirði 4. Samtök atvinnulífsins 5. Efling atvinnulífs í Borgarfirði 6. Önnur mál Við hvetjum alla forsvarsmenn fyrirtækja og …

Nýr opnunartími Klettaborgar

  Nýverið samþykkti fræðslunefnd Borgarbyggðar að Leikskólinn Klettaborg opni k. 06.45 ef þrír eða fleiri foreldrar óska þess. Þetta fyrirkomulag verður reynt í kjölfar óska um opnun fyrr að morgni. Það verður endurskoðað eftir sumarlokun 2005, í ljósi reynslunnar.  

Söngvakeppni Samfés á Vesturlandi

260 manns mættu á Hótel Borgarnesi í gærkvöldi til þess að hlusta á tíu atriði frá fimm félagsmiðstöðvum á Vesturlandi allt til Hólmavíkur keppa um þrjú laus sæti á Söngvakeppni Samfés. Hrósa verður unglingum í Óðali sem héldu keppnina að þessu sinni á Hótel Borgarnesi fyrir skipulag og umgjörð en fjölmargir lögðu mikla vinnu í að hljóð og ljósagangur tækjust …