Boðað er til kynningarfunda um stöðu undirbúningsvinnu fyrir Menntaskóla Borgarfjarðar. Fundirnir verða á Hótel Borgarnesi miðvikudaginn 18. október kl. 20,oo og í Snorrastofu Reykholti fimmtudaginn 19. október kl. 20,3o. Dagskrá fundanna verður: Eignarhald og formgerð skólans -Torfi Jóhannesson formaður stjórnar Innra starf skólans – Bernhard Þór Bernhardsson formaður skólanefndar Staða byggingaframkvæmda – Helga Halldórsdóttir formaður bygginga- …
Útsýnispallur við Varmaland
Undanfarnar vikur hefur 5., 6. og 7. bekkur Varmalandsskóla verið að vinna að því að búa til útsýnispall uppi á hamrinum fyrir ofan Varmaland, en þar er gott útsýni yfir fjallahringinn. Erindi skólans um þetta var lagt fyrir umhverfisnefnd sveitarfélagsins og var tekið jákvætt í það á fundi hennar í morgun. Nemendurnir hafa tínt grjót af hamrinum til þess að …
Samkeppni um byggðamerki
Minnt er á samkeppni Borgarbyggðar um byggðarmerki fyrir sveitarfélagið. Um er að ræða opna samkeppni og eru íbúar Borgarbyggðar sérstaklega hvattir til þátttöku. Engin takmörk eru á fjölda tillagna frá hverjum þátttakanda. Frestur til að skila inn tillögum rennur út þann 8. nóvember næstkomandi og úrslit verða kynnt á vef sveitarfélagsins sunnudaginn 19. nóvember. Sjá nánar undir „Samkeppni um byggðarmerki“ …
Laus pláss í jóga og þolfiminámskeið
Frá íþróttamiðstöðinni Borgarnesi Vakin er athygli á því að enn eru laus pláss á jóga og þolfiminámskeið sem eru að fara af stað í þessari viku. Endilega látið sjá ykkur svo námskeiðin falli ekki niður. ij
Ráðstefna um menningu á Vesturlandi
Menningarráð Vesturlands og Háskólinn á Bifröst boða til ráðstefnu um menningu á Vesturlandi næstkomandi laugardag þann 14. október frá kl. 10-16. Á ráðstefnunni mun m.a. Njörður Sigurjónsson, doktorsnemi við City University í London og lektor við Háskólann á Bifröst halda fyrirlestur og stýra umræðum undir nafninu: Menning, spenning – fyrir hvern? Kjartan Ragnarsson fjallar um stofnun og rekstur Landnámssetursins. Bárður …
Mr. Skallagrímsson – uppselt 2006 – sala hafin 2007
Mikil fjöldi fólks hefur heimsótt Landnámssetrið í Borgarnesi í sumar og haust. Ekki síst nýtur leiksýningin Mr. Skallagrímsson eftir Benedikt Erlingsson mikilla vinsælda og uppselt er á allar sýningar í október. Þá lýkur sýningum á þessu ári, þar sem Benedikt hverfur til annarra verkefna. Hann hefur þó ekki yfirgefið Landnámssetur því hann kemur aftur með vorinu og sýningar á Mr. …
Reglur um útivistartíma barna
Nú þegar farið er að rökkva á kvöldin er minnt á reglur um útivistartíma barna á þessum árstíma (aldursmörk miðast við fæðingarár): Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20.00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn, sem eru á aldrinum 13 til 16 ára, skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00, enda séu þau …
Nemendur 9. bekkja fara í námsferð í Dali
Nemendur 9. bekkja nokkurra skólastofnana sveitarfélagsins eru nú staddir á Laugum í Dölum við leik og störf. Um er að ræða nemendur frá skólunum í Borgarnesi, Kleppjárnsreykjum og Varmalandi; nemendur frá Laugagerðisskóla eru í öðrum hópi og fara vestur í næstu viku. Á meðf. mynd sjást nokkrir nemendur leika sér í fótboltaspili á Laugum, en boðið er upp á ýmisskonar …
Menningarfulltrúi hefur störf
Þann fyrsta þessa mánaðar hóf Guðrún Jónsdóttir störf sem menningarfulltrúi hjá Borgarbyggð. Menningarfulltrúi hefur yfirumsjón með menningarmálum innan sveitarfélagsins og umsjón með framkvæmd stefnumörkunar þess í þeim málaflokki. Hann er einnig starfsmaður menningarnefndar sveitarfélagsins og vinnur náið með forstöðumönnum safna og stofnana sem vinna að menningarmálum um uppbyggingu þeirra og markaðssetningu. Meðal annarra tengdra verkefna sem menningarfulltrúi sinnir er umsjón …
Slökkt á götuljósum í Borgarnesi
Í tengslum við opnun Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík fimmtudaginn 28. september er fyrirhugað að öll götuljós í Borgarnesi verði slökkt frá kl. 22:00 til 22:30 ef veður leyfir. Almenningur er hvattur til að taka þátt og slökkva sín ljós. Stjörnufræðingur mun lýsa viðburðinum í beinni útsendingu á Rás 2.