Nemendur 9. bekkja fara í námsferð í Dali

október 5, 2006
Nemendur 9. bekkja nokkurra skólastofnana sveitarfélagsins eru nú staddir á Laugum í Dölum við leik og störf. Um er að ræða nemendur frá skólunum í Borgarnesi, Kleppjárnsreykjum og Varmalandi; nemendur frá Laugagerðisskóla eru í öðrum hópi og fara vestur í næstu viku.
Á meðf. mynd sjást nokkrir nemendur leika sér í fótboltaspili á Laugum, en boðið er upp á ýmisskonar afþreyingarmöguleika á staðnum. Ljósmynd: Kristján Gíslason.

Share: