Tónlistarfólk í jólaskapi

Það voru góðir fulltrúar Tónlistarskóla Borgarfjarðar sem komu í fundarsal Borgarbyggðar fyrir nokkru og sungu jólalög fyrir sveitarstjórnarmenn. Meðfylgjandi mynd var tekin við það tækifæri. Það er fastur þáttur í starfi skólans að sækja fyrirtæki og stofnanir heim í desembermánuði og mælast þær heimsóknir mjög vel fyrir. Á myndinni eru eftirtaldar talið frá vinstri: Jóhanna Marín Björnsdóttir, Hanna Ágústa Olgeirsdóttir, …

Afleysingar vegna fæðingarorlofs

Hér með er auglýst eftir tveimur starfsmönnum við Íþróttamiðstöðina Borgarnesi ( karl og kona). Þurfa að geta hafið störf seinni part janúar 2007. Um tímabundna ráðningu er að ræða. Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri. Starfið er vaktavinna og felst m.a. í baðvörslu, gæslu í íþróttamannvirkinu auk þrifa, afgreiðslu o.fl. Starfsmaðurinn þarf að hafa ríka þjónustulund að upplagi, …

FM-Óðal – jólaútvarpi lokið

Útvarpssendingum FM-Óðals lauk fyrir helgina eftir fjögurra daga dagskrá. Á þessum tíma studdu fyrirtæki og stofnanir í Borgarnesi og nágrenni dyggilega við bakið á unglingunum auk þess sem hlustun í héraðinu var mjög mikil og þess voru þó nokkur dæmi að hlustað væri á útsendingar FM-Óðals erlendis. Meðfylgjandi mynd var tekin í lokahófi sem haldið var s.l. föstudag og á …

Betri tölvutenging

Um helgina undirritaði Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri samning við fyrirtækið Hringiðuna um internetþjónustu á svæði hins gamla Kolbeinsstaðahrepps. Samningurinn er samstarfsverkefni sveitarfélaganna á sunnanverðu Snæfellsnesi og í Hnappadal, en auk Borgarbyggðar standa Eyja- og Miklaholtshreppur og Snæfellsbær að samningnum. Það er ljóst að með þessum samningi stendur íbúum á svæðinu til boða að fá öfluga háhraðatengingu sem ætti að bæta …

Deiliskipulag fyrir Borgarbraut 55-59 í Borgarnesi

Með vísan í 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 hefur verið auglýst eftir athugasemdum við deiliskipulagstillögu vegna Borgarbrautar 55 – 59 í Borgarnesi. Um er að ræða breytta tillögu sem áður hefur verið auglýst   Auglýsing Uppdráttur Greinargerð    

Síðustu dagar fyrir jólafrí

Nálægð jólanna setur mikinn svip á skólahald í grunnskólunum þessa dagana. Sem dæmi má nefna að nemendur Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri flytja helgileik í Hvanneyrarkirkju í dag kl. 17.00 og litlu jólin þar eru haldin á miðvikudaginn. Í Laugargerðisskóla verða litlu jólin sama dag, en dagskráin hefst þar á morgunsöng kl.10:30. Síðan verða hefðbundin litlu jól klukkan 13:00. Skólastarfi Grunnskóla …

Dagskrá FM Óðals í dag

FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 10:00 6. bekkur 11:00 4. bekkur 12:00 Fréttir, íþróttir, veður og hádegisviðtal – Fréttastofa Óðals 13:00 Bæjarmálin í beinni – Fréttastofa Óðals 14:00 Óskalagastund Formannsins – Elfar Már og félagar. 15:00 Rokktónlist síðustu aldar – Edvard, Hörður og Ingimundur. 16:00 Pælingar körfuboltadómarans – Einar Þór Skarphéðinsson. 17:00 Topp Tíu listinn – Þórdís, Jóhanna og Guðrún. 18:00 Á …

Dagskrá FM Óðals í dag

FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 10:00 5. bekkur 11:00 7. bekkur 12:00 Fréttir, íþróttir, veður og hádegisviðtal – Fréttastofa 13:00 Laukatal – Óli Þór og Davíð Andri. 14:00 Óskalagastund Jóa og Magga – Jóhann Snæbjörn og MagnúsBjörn. 15:00 Punkturinn yfir i-ið – Þórdís, Jóhanna og Guðrún. 16:00 Svanasöngur á Heiði Returns – Karítas og Steinunn Ósk. 17:00 Um allt eða ekkert – …

Dagskrá FM Óðals í dag

MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 10:00 3. bekkur. 11:00 2. bekkur 12:00 Fréttir, íþróttir, veður og hádegisviðtal – Fréttastofa 13:00 Gula línan – Sigurdór Ísak og Daníel Andri. 14:00 System of a down – Karl Valur. 15:00 Fjársjóðsleitin – Siggi, Andri og Trausti. 16:00 Spesíur – Heiða og Guðbjörg. 17:00 Ferðalag um heiminn á 45mín – Guðríður og Inga Björk 18:00 Fréttir …

Jólatréssala björgunarsveitanna

Björgunarsveitin Heiðar verður með jólatréssölu í Daníelslundi við Svignaskarð laugardaginn 16. des. og sunnudaginn 17. des milli 13.00 og 17.00. Þetta er gert er samvinnu við Skógræktarfélag Borgarfjarðar og björgunarsveitarmenn aðstoða fólk við að koma trénu að bílnum. Björgunarsveitin Brák er einnig með jólatréssölu og er hún við húsnæði Landnámsseturs við Brákarsund í Borgarnesi. Þar verður opið 15. til 22.desember …