Þjónustukönnun – tökum þátt!

Á næstu dögum munu 2.000 íbúar Borgarbyggðar á aldrinum 18-80 ára fá símtal frá Capacent Gallup þar sem þeim verður boðið að taka þátt í að meta þjónustu sveitarfélagsins. Þeir sem samþykkja það, fá í kjölfarið sendan til sín spurningalista sem þeir eru beðnir um að svara. Tilgangurinn með þjónustukönnuninni er að fá fram mat íbúa á sveitarfélaginu og þjónustu …

Lóðakynning. Skólaflöt á Hvanneyri

Fimmtudaginn 7. júní kl. 18.00 verður fundur um nýjar lóðir við Skólaflöt á Hvanneyri. Fundurinn verður í Bútæknihúsinu á Hvanneyri. Dagskrá: Kynning á lóðum í Skólaflöt, nýju hverfi sunnan Hvanneyrarbrautar. Fyrirkomulag á lóðarúthlutun Staða gatnaframkvæmdar og áætluð lok. Íbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta.  

Sumar 2007

Sumarstarfsbæklingur barna og unglinga í Borgarbyggð kom út fyrir viku síðan og verður vinnuskólinn settur í Óðali mánudaginn 4. júní n.k. og þá fer einnig leikjanámskeið af stað við Skallagrímsvöll Borgarnesi. Hér getur þú nálgast hann á tölvutæku formi. ( Líka á heimasíðunni undir Starfsemi – Íþrótta- og æskulýðsmál ) Foreldrar hvetjið börn og unglinga til að taka þátt í …

Borgfirðingahátíð – dagskrá

Senn líður að Borgfirðingahátíð, sem nú er haldin í áttunda skipti. Líkt og í fyrra er það UMSB (Ungmennasamband Borgarfjarðar) sem hefur veg og vanda að undirbúningi hátíðarinnar. Það eru Borgarbyggð og Skorradalshreppur sem standa í sameiningu að hátíðinni, sem stendur yfir dagana 8.-10. júní með upptakti á fimmtudagskvöldinu 7. júní. Dagskrá hátíðarinnar er að finna hér.  

Rekstur Reykholts á fyrri tíð

Þriðjudagskvöldið 5. júní klukkan 20:30 mun Benedikt Eyþórsson sagnfræðingur flytja fyrirlestur í bókhlöðu Snorrastofu sem ber titilinn Guðsorð og gegningar. Af búskaparháttum og annarri umsýslu staðarhaldara í Reykholti á fyrri tíð. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröðinni Fyrirlestrar í héraði, sem styrkt er af Menningarsjóði Borgarbyggðar.   Benedikt lauk BA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 2002 og MA-námi í sömu …

Lausar stöður hjá Borgarbyggð

Fræðslusvið Borgarbyggðar hefur auglýst þrjár lausar stöður hjá sveitarfélaginu. Stöðurnar eru skólastjóri Varmalandsskóla, þroskaþjálfa, smíðakennara og almennan kennara við Grunnskóla Borgarfjarðar, deildarstjóri skólaskjólsí Borgarnesi og umsjónamaður á gæsluvelli í Borgarnesi. Með því að “klikka” á störfin opnast auglýsingar um þau. Ásthildur Magnúsdóttir fræðslustjóri veitir nánari upplýsingar. Myndina tók Þorgerður Gunnarsdóttir af ungum dömum á Bifröst sem voru að koma úr …

Skipulagsauglýsing – 2007-25-05

Í samræmi við 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að deiliskipulagsbreytingu frístundabyggðar í landi Valbjarnavalla. Um er að ræða að frístundabyggð er stækkuð frá því sem nú er, jafnframt því sem nýir skipulags-og byggingarskilmálar eru settir fyrir svæðið í heild.   Deiliskipulag verður til sýnis í ráðhúsi Borgarbyggðar frá 26.05.2007 …

Útihátíð hjá yngstu bekkjum Grunnskóla Borgarness

Nemendur úr 1.-3. bekk Grunnskóla Borgarness buðu upp á skemmtidagskrá í Skallagrímsgarði í hádeginu í dag. Hver bekkur var með skemmtiatriði sem fól í sér leik, söng og fróðleik. Fjölmenni var í garðinum í blíðskapar veðri og þótti þetta framtak krakkanna og skólans mjög gott. Meðfylgjandi myndir tók Guðrún Hulda Pálmadóttir. Með því að “klikka” á myndina er hægt að …

Menningarsamstarf Borgarbyggðar og Akraness

Borgarbyggð og Akraneskaupstaður undirrituðu, síðastliðinn föstudag, viljayfirlýsingu um samstarf í menningarmálum og samkomulag um bóka- og ljósmyndasafn. Meðal þess sem kveðið er á um í viljayfirlýsingunni er að sveitarfélögin tvö ætli sér að koma á almennu samstarfi um menningarmál með því að miðla hugmyndum og upplýsingum um menningarverkefni milli íbúa og menningaraðila á báðum stöðum. Þetta verður m.a. gert með …

Árleg ,,bæjarstjórnarreið”

Síðastliðið laugardagskvöld bauð Hestamannafélagið Skuggi sveitarstjórnarmönnum og starfsmönnum á skrifstofu Borgarbyggðar í árlega ,,bæjarstjórnarreið”. Löng hefð er fyrir þessari reið en því miður var mæting boðsgesta með lakasta móti að þessu sinni. Félagar úr Skugga fjölmenntu aftur á móti. Riðið var frá Skuggahverfinu upp í skógarlundinn í Einkunnum. Eftir útreiðatúrinn var boðið upp á súpu í Félagsheimilinu og stiginn dans. …