Sumar 2007

júní 1, 2007
Sumarstarfsbæklingur barna og unglinga í Borgarbyggð kom út fyrir viku síðan og verður vinnuskólinn settur í Óðali mánudaginn 4. júní n.k. og þá fer einnig leikjanámskeið af stað við Skallagrímsvöll Borgarnesi. Hér getur þú nálgast hann á tölvutæku formi. ( Líka á heimasíðunni undir Starfsemi – Íþrótta- og æskulýðsmál )
Foreldrar hvetjið börn og unglinga til að taka þátt í starfinu sem í boði er og munið að sumarið er mikill áhættutími varðandi neyslu og áhættuhegðun ungs fólks.
Vertu alltaf viss um hvað barnið þitt hefur fyrir stafni og hafðu hiklaust samband við vini þeirra og foreldra til að vita vissu þína og mynda traust og tengsl. – Vinnum saman!
 
Gleðilegt sumar!
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
 

Share: