Á dögunum var starfrækt listasmiðja hjá Ólöfu Davíðsdóttur í Brákarey. Um er að ræða samstarf við hollenska aðila um að skapa starfsaðstöðu fyrir fatlaða til listsköpunar, en hópurinn kallar sig „Utangarðslistamenn“ ( Outsiders art ). Þrír einstaklingar úr Borgarfirði tóku þátt í verkefninu og eins og sjá mátti á sýningunni sem haldin var í lokin höfðu þeir skapað fjöldann allan …
Íþróttamiðstöðin á Kleppjárnsreykjum
Mjög erfiðlega hefur gengið að manna gæslu á almennum opnunartíma íþróttamiðstöðvarinnar á Kleppjárnsreykjum. Því hefur verið ákveðið að breyta áður auglýstum opnunartíma hennar. Íþróttamiðstöðin verður því opin í nóvember á mánudögum til fimmtudaga frá kl. 8.45 til 15.45 og á föstudögum frá 8.45 – 15.00. Opið verður tvö kvöld í viku þ.e. á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum frá kl. 18.00 – …
Norræni skjaladagurinn
Norræni skjaladagurinn verður næstkomandi laugardag, þann 10. nóvember. Af þessu tilefni verður opið í Safnahúsi frá 14.00 -17.00, þar verður uppi sýning á skjölum og myndum tengdum persónuheimildum. Hér má sjá ,,Tíundartöflu í Álftarneshreppi haustið 1876″. En hún er eitt þeirra skjala sem verða til sýnis í Safnahúsinu á norræna skjaladeginum. Á heimasíðu norræna skjaladagins má m.a. sjá m.a. lista …
Sveitarstjórnarfundi frestað um viku
Sveitarstjórnarfundi sem halda átti fimmtudaginn 8. nóvember er frestað fram til fimmtudagsins 15. nóvember. Næsti fundur byggðarráðs verður því haldinn miðvikudaginn 7. nóvember.
Mömmumorgnar í Mími ungmennahúsi í Borgarnesi
Frá því í haust hafa ungar mæður og ungabörn þeirra hist einu sinni í viku, á svokölluðum mömmumorgnum, í Mími ungmennahúsi í Borgarnesi. Mömmumorgnarnir eru á miðvikudögum kl. 10:30. Þar er spjallað um uppeldi og svo auðvitað um daginn og veginn. Reynt er að bjóða upp á ýmiskonar fræðsluerindi, sem tengjast uppeldi og uppvexti barna, einu sinni í mánuði. Aðilar …
Góðar móttökur!
Borgfirðingar tóku vel á móti Böðvari Guðmundssyni rithöfundi í Safnahúsi Borgarfjarðar í gærkvöldi þegar hann las upp úr nýrri bók sinni Sögur úr Síðunni. Fullt var út úr dyrum og viðtökur geysigóðar. Við sama tækifæri komu fram ungir tónlistarmenn úr Hvítársíðu, heimasveit Böðvars, þær Ásta og Unnur Þorsteinsdætur sem léku á fiðlur, Fanney Guðjónsdóttir sem lék á píanó og Þorgerður …
Úthlutun úr styrktarsjóðnum Hornsteini
Styrktarsjóðurinn Hornsteinn hjá Sparisjóði Mýrasýslu var stofnaður í upphafi árs 2007. Úthlutun úr sjóðnum fór fram fimmtudaginn 1. nóvember síðastliðinn á Hótel Hamri. Til úthlutunar voru að þessu sinni 49 milljónir króna. Fjörutíu og sex umsóknir bárust sjóðnum og var heildarupphæð þeirra styrkbeiðna yfir 150 milljónir króna. Af þeim 46 umsóknum sem bárust fengu 10 verkefni úthlutað styrkjum. Það voru …
Forvarnardagar í Grunnskólanum í Borgarnesi og í Félagsmiðstöðinni Óðali
Dagana 5. – 8. nóvember 2007 verða haldnir forvarnardagar í Grunnskólanum í Borgarnesi og í Félagsmiðstöðinni Óðali. Í stað hefðbundinnar kennslu hjá 7. – 10. bekk verður boðið upp á margskonar fróðleik og skemmtun s.s. að taka þátt í smiðjuvinnu, hópefli og leiksýningu auk þess að hlusta á ýmsa fyrirlestra um forvarnir. Sjá hér dagskrá forvarnarviku.
Hinn árlegi og sívinsæli basar Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi
Hinn árlegi basar á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi verður haldinn laugardaginn 3. nóvember 2007. Húsið opnar kl. 15:00 og verða munirnir til sýnis milli kl. 15:00 og 16:00. Sala hefst stundvíslega kl.16:05. Einungis verða til sölu á basarnum munir sem heimilisfólk á DAB hefur unnið. Kaffisala verður á staðnum kl. 15:00 – 17:30. Ágóði af kaffisölu rennur í ferðasjóð heimilisfólks. …
Endurbætur á íþróttasal Varmalandsskóla
Vegna endurbóta á íþróttasal Varmalandsskóla sem hefjast munu í næstu viku verður ekki hægt að nýta íþróttasalinn til kennslu í íþróttum frá og með 7. nóvember. Íþróttakennarar munu leggja áherslu á sund-og útiíþróttakennslu þann tíma sem framkvæmdir standa yfir. Skipta á um gólfefni á íþróttasalnum þ.e. setja parket í stað dúks sem nú er. Áætlað er að þessar framkvæmdir …