Hinn árlegi og sívinsæli basar Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi

nóvember 2, 2007
Hinn árlegi basar á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi verður haldinn laugardaginn 3. nóvember 2007.
Húsið opnar kl. 15:00 og verða munirnir til sýnis milli kl. 15:00 og 16:00. Sala hefst stundvíslega kl.16:05.
Einungis verða til sölu á basarnum munir sem heimilisfólk á DAB hefur unnið.
Kaffisala verður á staðnum kl. 15:00 – 17:30.
Ágóði af kaffisölu rennur í ferðasjóð heimilisfólks.
Nemendur úr Tónlistarskóla Borgarfjarðar koma í heimsókn og leika listir sínar á hljóðfærin.
Allir hjartanlega velkomnir.
 

Share: