Endurbætur á íþróttasal Varmalandsskóla

nóvember 2, 2007
Vegna endurbóta á íþróttasal Varmalandsskóla sem hefjast munu í næstu viku verður ekki hægt að nýta íþróttasalinn til kennslu í íþróttum frá og með 7. nóvember.
Íþróttakennarar munu leggja áherslu á sund-og útiíþróttakennslu þann tíma sem framkvæmdir standa yfir.
 
Skipta á um gólfefni á íþróttasalnum þ.e. setja parket í stað dúks sem nú er.
Áætlað er að þessar framkvæmdir muni standa í að minnsta kosti í 3-4 vikur.
 
Myndina tók Jökull Helgason í febrúar 2007.
 

Share: