List án landamæra

Sölusýning Borgfirskra utangarðslistamanna stendur nú yfir í Landnámssetrinu. Sýningin er haldin í tengslum við hátíðina List án landamæra sem opnuð var 18.apríl. Allur ágóði af sölu verkanna rennur í ferðasjóð hópsins sem hyggst fara til Vínar í Austurríki 29.maí til 2.júní á ráðstefnu Evrópsku Outsiders Art samtakanna. Sjá heimasíðu Borgfirskra utangarðslistamanna http://outsidersart.blogspot.com (Fréttatilkynning) Mynd: Gísli Einarsson

Fréttabréf Borgarbyggðar er komið út 04.apríl

Fréttabréf Borgarbyggðar verður borið í hús í dag. Fréttabréfið kemur út annan hvern mánuð og er þetta annað tölublað ársins 2008. Í fréttabréfinu kennir ýmissa grasa að venju; hreinsunardögum í Borgarbyggð eru gefin góð skil og einnig birtist í því atburðadagatal þar sem fram komu helstu hátíðir sumarsins. Fastir liðir eru sveitarstjórnarmaðurinn; sem að þessu sinni er Finnbogi Leifsson, fréttaritari …

Ársreikningur Borgarbyggðar 2007

Ársreikningur Borgarbyggðar fyrir árið 2007 var lagður fram til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar þann 17. apríl sl. en seinni umræða verður á sveitarstjórnarfundi þann 8. maí nk. Niðurstaða ársreikningsins ber með sér að rekstur Borgarbyggðar er á traustum grunni, rekstrarniðurstaða er jákvæð um tæplega 42 milljónir og veltufé frá rekstri er 10,7% af rekstrartekjum sveitarfélagsins, sem er töluvert hærra …

Gangstétta- og götusópun í Borgarnesi

Í vikunni 21. – 25. apríl verða gangstéttar í Borgarnesi sópaðar. Laugardaginn 26. apríl og sunnudaginn 27. apríl verða svo götur í Borgarnesi sópaðar. Fyrri daginn verða götur í neðri bænum sópaðar þ.e. frá Brákarey og að Hyrnutorgi. Seinni daginn verða götur í efri bænum sópaðar þ.e. frá Egilsholti/Bjargslandi og að Hyrnutorgi.   Íbúar í Borgarnesi eru vinsamlega hvattir til …

Grunnskóli Borgarfjarðar óskar eftir kennurum

Óskað er eftir kennurum við Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum og að Hvanneyri http://www.gbf.is/. Æskilegar kennslugreinar sem umsækjendur geta tekið að sér að kenna eru náttúrufræði, smíðar, danska, enska og tónmennt. Einnig vantar umsjónarkennara við skólann. Umsóknarfrestur er til 11. maí. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Guðlaugur Óskarsson í s.: 4351171 og 8615971 eða í gegnum netfangið gudlaugur@gbf.is. Hér má nálgast auglýsinguna. …

Norðurlandamót stúlkna í skák

Norðurlandamót stúlkna í skák fer fram í Osló 18. til 21. apríl. Mótið er ætlað keppendum á aldrinum 8 -20 ára. Þarna etja kappi þær stúlkur sem hvað bestum árangri hafa náð í sínum heimalöndum. Níu keppendur fóru utan til að keppa fyrir Íslands hönd og þar á meðal systurnar þær Tinna Krístin Finnbogadóttir og Hulda Rún Finnbogadóttir frá Hítardal …

Aukasýning á ,,Hárinu” í Óðali

Leiksýningin ,,Hárið” sem nemdendafélag Grunnskólans í Borgarnesi hefur verið að sýna í Óðali hefur notið mikilla vinsælda og því verður boðið upp á aukasýningu á árshátíð Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi á morgun, föstudagskvöldið 18. apríl. Miðapantanir í síma 437-1287 – Allra síðasta sýning!   Efri myndirnar voru teknar á frumsýningu af þeim Óskari Birgissyni og Sædísi Björk Þórðardóttur.   Fleiri …

Úrvalslið frá Bandaríkjunum komið í Borgarnes

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur boðið til sín úrvalsliði frá Bandarríkjunum sem er U-15 ára leikmönnum. Liðið kom til landsins í dag og mun æfa og leika æfingaleiki í Borgarnesi.Liðið kemur frá AAU sports University í New Jersey, USA. Í liðinu eru nokkrir strákar sem eru rankaðir á topp 25 bestu í sínum aldurshópi í USA og eru háskólar í Bandaríkjunum nú …