Leiksýningin ,,Hárið” sem nemdendafélag Grunnskólans í Borgarnesi hefur verið að sýna í Óðali hefur notið mikilla vinsælda og því verður boðið upp á aukasýningu á árshátíð Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi á morgun, föstudagskvöldið 18. apríl.
Miðapantanir í síma 437-1287 – Allra síðasta sýning!
Efri myndirnar voru teknar á frumsýningu af þeim Óskari Birgissyni og Sædísi Björk Þórðardóttur.
Fleiri myndir frá Hárinu er að finna á heimasíðu félagsmiðstöðvarinnar Óðals.