Í vikunni 21. – 25. apríl verða gangstéttar í Borgarnesi sópaðar.
Laugardaginn 26. apríl og sunnudaginn 27. apríl verða svo götur í Borgarnesi sópaðar. Fyrri daginn verða götur í neðri bænum sópaðar þ.e. frá Brákarey og að Hyrnutorgi. Seinni daginn verða götur í efri bænum sópaðar þ.e. frá Egilsholti/Bjargslandi og að Hyrnutorgi.
Íbúar í Borgarnesi eru vinsamlega hvattir til að leggja bílum sínum þannig að það hamli ekki götusópun helgina 26. – 27. apríl.
Það er fyrirtækið Hreinsitækni sem annast götusópunina. Það fyrirtæki er undirverktaki HS-verktaks sem Borgarbyggð hefur gert þjónustusamning við.
Götu- og gangstéttasópun á Hvanneyri er einnig í undirbúningi en verður nánar auglýst síðar.