Sumarhátíð í leikskólanum Klettaborg í Borgarnesi

Sumarhátíð var haldin í leikskólanum Klettaborg föstudaginn 13. júní við mikinn fögnuð leikskólabarnanna og ekki síður hinna fullorðnu. Myndirnar hér til hliðar tala sínu máli. Helstu dagskrárliðir sumarhátíðarinnar voru ratleikur, trambólín, útileikir, brekkusöngur, pylsur með öllu og ís í hádegismat og atriði úr leikritinu Gosa í boði foeldrafélagsins. Myndirnar tóku nokkrir starfsmenn Klettaborgar.

Þjóðhátíðin 17. júní í Borgarbyggð

Hátíðahöld á vegum sveitarfélagsins fara fram í Skallagrímsgarði í Borgarnesi og má sjá dagskrána hér. Í garðinum hefur nú verið komið fyrir nýju glæsilegu sviði sem Ómar Pétursson teiknaði og menn Ólafs Axelssonar smíðuðu. Fyrir framan það er listavel gerð vegghleðsla eftir Unnstein Elíasson. Vonast er til þess að með tilkomu þessa fasta sviðs í garðinum fjölgi listrænum uppákomum þar. …

Gæfuspor

Gæfuspor er gönguverkefni á vegum UMFÍ þar sem fólk 60 ára og eldra er hvatt til gönguferða í skemmtilegum félagsskap. Verkefnið hefst 19. júní á fimm stöðum á landinum og þar á meðal er Borgarnes. Lagt er af stað frá húsi Sparisjóðs Mýrasýslu í Borgarnesi kl. 10:00. Skráning í gönguna hefst hálftíma fyrr þ.e. kl. 9:30. Sjá hér auglýsingu frá …

Dagur hinna villtu blóma á Norðurlöndum

Dagur hinna villtu blóma á Norðurlöndum er haldinn árlega og hafa Íslendingar staðið fyrir árlegum blómagöngum, um allt land, af því til tilefni frá árinu 2004. Tvær göngur verða í Borgarbyggð á þessum degi í ár, en hann verður haldinn sunnudaginn 15. júní. Annarsvegar verður ganga við Eldborg á vegum Umhverfisstofnunar (Sjá auglýsingu) og hinsvegar við Hvanneyri á vegum Landbúnaðarsafns …

Heimsókn frá Vík í Mýrdal

Það er hress hópur frjálsíþróttakrakka frá Vík í Mýrdal sem dvalið hefur í æfingabúðum í Borgarnesi í sól og blíðu undanfarna fjóra daga. Helstu meiðslin sem þau hafa hlotið við æfingar er sólbruni og létu þau sig hafa það eftir nokkra brúsa af sólarvörn og kælikremi. Íþróttafólkið er ánægt með dvölina enda frjálsíþróttaaðstaða á Skallagrímsvelli eins sú besta á landinu …

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd fundar í Skallagrímsgarði

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd fundaði í Skallagrímsgarði í gærkvöldi, miðvikudaginn 11. júní, þar sem einstök veðurblíða var. Í Skallagrímsgarði eru miklar framkvæmdir um þessar mundir þar sem verið er að koma upp varanlegu hátíðarsviði í garðinum sem stendur til að vígja á 17. júní. Myndir: Björg Gunnarsdóttir, Páll S. Brynjarsson og Indriði Jósafatsson.

Fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar

Sveitarstjórn Borgarbyggðar fundar í félagsheimilinu Lindartungu í dag, fimmtudaginn 12. júní. Fundurinn hefst kl. 17:00. Dagskrá þessa 29. fundar sveitarstjórnar má nálgast hér.  

Danssýning í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi

Í dag, fimmtudaginn 12. júní, kl. 13.00 verður sýning á barnadönsum 1- 3. bekkjar og líka 4. – 7. bekkjar með freestyle sýningu (sýna einnig frumsamda dansa ) í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Þessir krakkar hafa verið í danssmiðju á vegum Tómstundaskólans sem lýkur á morgun. Nemendur Evu Karenar á Kleppjárnsreykjum koma í heimsókn og taka þátt í sýningunni. Myndirnar tók …

Vinnuskóli Borgarbyggðar hefur hafið störf

Vinnuskóli Borgarbyggðar var settur þann 4. júní í félagsmiðstöðinni Óðali. Vinnuskólinn er fyrir unglinga í 8. -10. bekk. Í sumar starfa 64 unglingar í vinnuskólanum á eftirfarandi stöðum: 4 í Reykholti, 4 á Bifröst, 13 á Hvanneyri, 25 í Borgarnesi, 5 í kofasmíði Tómstundarskólans, 2 á Leikskólanum Uglukletti, 2 á Leikskólanum Klettaborg, 4 á Golfvellinum, 1 í Safnahúsinu, 2 í …

Brjóstsykursgerð

Ein af sumarsmiðjum Tómstundaskólans í Borgarnesi hét ,,Nammigrís”. Þar var kennt gamalt handbraðgð við að búa til brjóstsykur. Mikil ánægja var með námskeiðið og ekki síðri ánægja með lyktina af sjóðandi sykurmassanum og tilbúnum brjóstsykrinum. Myndir: Gunnhildur Harðardóttir