Tré ársins 2008

Á hverju ári velur Skógræktarfélag Íslands tré ársins og veitir eigenda þess viðurkenningu. Að þessu sinni varð fyrir valinu Purpurahlynur í Borgarnesi að Borgarbraut 27. Purpurahlynur er ein tegund Garðahlyns. Einkennandi fyrir hann er rauðbrúnn litur á neðra borði laufblaðanna. Hlynurinn er eilítið eldri en kom hér fram á heimasíðunni áður, en hann er rúmlega 80 ára en ekki 60 …

Sveppir og sveppatínsla í Einkunnum

Umsjónarnefnd Einkunna og Skógræktarfélag Borgarfjarðar gengust fyrir fræðslu um sveppi og sveppatínslu í Einkunnum síðastliðinn sunnudag, þann 31. ágúst. Það var Ágúst Árnason fyrrverandi skógarvörður hjá Skógrækt ríkisins í Hvammi í Skorradal sem fræddi þau tæplega 20 sem mættu um sveppi og sveppatínslu með góðum innskotum frá eiginkonu sinni Ó. Svövu Halldórsdóttur. Eftir fræðslustundina fóru þátttakendur hver með sína körfu …

,,Áheita- og körfuboltamaraþonið” á Hvanneyri

Síðastliðinn laugardag, 30. ágúst, var haldið áheita- og styrktarmaraþon til styrktar Sverri Heiðari Júlíussyni og fjölskyldu hans. Sjá hér auglýsinguna um maraþonið. Maraþonið hófst kl. 06:00 um morguninn og stóð til miðnættis. Alls skráðu sig um 63 lið til leiks sem í voru samtals 189 leikmenn. Þessi lið léku á móti Maraþonliðinu sem var skipað 13 leikmönnum á aldrinum 13 …

Íbúafundur um merkingar gamalla húsa og eyðibýla

Menningarnefnd og Umhverfis- og landbúnaðarnefnd boða til íbúafundar mánudaginn 8. september um merkingar gamalla húsa og eyðibýla. Fundurinn verður haldinn í Menntaskóla Borgarfjarðar kl. 20:30. Kynnt verður verkefni sem unnið er að á vegum Borgarbyggðar sem miðar að því að merkja hús sem eru eldri en frá 1950 með nafni og ártali og þær eyðijarðir sem eru enn ómerktar. Hvorugt …

Ljóð og menning verðlaunuð

Í gær var úthlutað í 7. sinn styrkjum úr minningarsjóði Guðmundar Böðvarssonar skálds og bónda á Kirkjubóli og konu hans Ingibjargar Sigurðardóttur. Að þessu sinni var það Hjörtur Pálsson sem hlaut ljóðaverðlaunin fyrir fjölmörg og merk ritverk sín, en menningarverðlaunin hlaut Jóhanna B. Þorvaldsdóttir geitabóndi á Háafelli í Hvítársíðu fyrir verðmæt störf til björgunar íslenska geitastofnsins. Hlutverk sjóðsins er að …

Útivistartími barna og unglinga

Vetrartími útivistar hjá börnum og unglingum tekur gildi í dag, 1. september. Samráðshópur um forvarnir hvetur foreldra til að fylgja settum reglum, en þær eru settar samkvæmt barnaverndarlögum. Þar segir í 92. grein ,,Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20.00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn, sem eru á aldrinum 13 til 16 ára, …

Náttúruspjöll unnin í fólkvangnum Einkunnum

Nýlega hefur verið farið á fjórhjóli yfir mýraflóa upp undir Háfsvatni í fólkvangnum Einkunnum. Mikil skemmd hefur verið unnin á gróðri þar, eins og sést á meðfylgjandi myndum. Þessi hjólför geta verið fjöldamörg ár að hverfa. Akstur utan vega er algerlega bannaður í fólkvangnum samkvæmt reglum sem um hann gilda og eru þar engar undantekningar á. Þar að auki er …

Stuðningsfulltrúi óskast til starfa við Grunnskólann í Borgarnesi

Vegna forfalla vantar til starfa hjá Grunnskólanum í Borgarnesi stuðningsfulltrúa nú þegar í yngri deild skólans. Hlutverk stuðningafulltrúa er m.a. að aðstoða nemendur í leik og starfi á skólatíma. Við leytum að öflugum , jákvæðum einstaklingi sem hefur gaman að því að vinna með öðrum, oft undir álagi. Starfshlutfall getur verið á bilinu 60 – 100%. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri …

Bílaþvottadagur Skallagríms

Næstkomandi laugardag, 30. ágúst, ætlar körfuknatleiksdeild Skallagríms að vera með bílaþvott. Tekið verður á móti bílum við vörulager BM-Vallá (Vírnet) á laugardag milli kl. 11:00 og 18:00. Sjá hér auglýsingu frá Skallagrími.  

Fréttabréf Borgarbyggðar er komið út 28. ágúst

Fréttabréf Borgarbyggðar (10 tbl.) verður borið í hús á morgun, föstudaginn 29. ágúst. Fréttabréfið kemur út annan hvern mánuð og er þetta fjórða tölublað ársins 2008. Forsíðufrétt blaðsins er um aðalskipulagsvinnu Borgarbyggðar sem nú er í fullum gangi og á baksíðu þess er auglýsing um félagsstarf aldraðra og öryrkja sem hefst að nýju 4. september eftir sumarfrí. Hér má nálgast …