Tónleikar Samkórs Mýramanna

Samkór Mýramanna heldur sína árlegu miðsvetrartónleika fimmtudaginn 12. mars næstkomandi. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og verða í Borgarneskirkju. Að venju mun kórinn bjóða til sín gestasöngvara. Að þessu sinni er það stórsöngvarinn og skemmtikrafturinn Örn Árnason. Stjórnandi kórsins er Jónína Erna Arnardóttir. Allir eru velkomnir, frítt er inn en kassi fyrir frjáls framlög verður til staðar.         …

LBHÍ – Út með ágrip

Föstudaginn 13. mars verður efnt til málþings á Hvanneyri um leiðir til þess að koma í veg fyrir ágrip og aðra áverka í tengslum við sýningar hrossa. Málþingið hefst kl. 17 og stendur til kl. 20. Það verður haldið í Árssal í Ásgarði (Nýi skóli). Þeir sem vilja sækja málþingið geta sent tölvupóst með á netfangið endurmenntun@lbhi.is. Þar þarf að …

Lífrænn landbúnaður og umhvefisvæn ferðaþjónusta

mynd_GJLanbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri tekur nú þátt í Evrópuverkefninu Oats; Organic Agricultural Tourism. Í verkefnisstjórn sitja Ragnhildur Sigurðardóttir, Þorsteinn Guðmundsson og Ásdís Helga Bjarnadóttir. Verkefninu er ætlað að styðja við lífrænan landbúnað og umhverfisvæna ferðaþjónustu og auka menntunartækifæri á þessu sviði. Þátttakendur koma frá Ítalíu, Spáni, Portúgal, Tyrklandi, Þýskalandi og Danmörku auk Íslands. Verkefnið byrjaði 1.október 2008 og því líkur …

Hverjar eru konurnar?

  Ef þið þekkið þessar konur á myndinni vinsamlegast sendið nöfn þeirra á skjalasafn@safnahus.is eða hringið í Jóhönnu Skúladóttur í síma 430 7206.

Minningargjöf

Sverrir Heiðar Jón Kristleifsson Á dögunum barst nemendum í 8.-10. bekk Grunnskóla Borgarfjarðar gjöf til minningar um þá Jón Kristleifsson á Sturlu-Reykjum og Sverri Heiðar Júlíusson á Hvanneyri. Báðir létust þeir í vetur, langt um aldur fram. Jón Kristleifsson annaðist skólaakstur um tveggja áratuga skeið við skólann og hafði sérstakt yndi af öllum skemmti- og fræðsluferðum með nemendum. Sverrir Heiðar …

Umhverfisvika í Varmalandsskóla

Í grunnskólanum á Varmalandi stendur nú yfir umhverfisvika. Eins og nafnið gefur til kynna þá er þema vikunnar umhverfið en skólinn vinnur nú að því að fá að flagga Grænfánanum eftirsótta. Hefðbundin bekkjarkennsla er brotin upp en list, verkgreina og íþróttatímar eru látnir halda sér. Nemendur yngri deildar skólans þ.e. 1. – 7. bekkjar vinna að verkefnum tengdum umhverfinu, endurvinnslu …

Styrkir til atvinnumála kvenna – 2009

Vinnumálastofnun og Félags- og tryggingamálaráðuneyti hefur auglýst styrki til atvinnumála kvenna lausa til umsóknar. Styrkir þessir hafa verið veittir síðan 1991 og á síðasta ári voru 50 milljónum úthlutað til 56 kvenna um land allt. Styrkhæf verkefni skulu vera í eigu kvenna (amk 50%) og stjórnað af konum og skal verkefnið fela í sér atvinnusköpun til frambúðar. Um nýnæmi skal …

Stormar og styrjaldir í Landnámssetri

Föstudaginn 6. mars hefur göngu sína ný sagnaskemmtun á Sögulofti Landnámsseturs þegar rithöfundurinn og sagnamaðurinn Einar Kárason stígur á stokk og segir efni Sturlungu. Einar kallar sögu sín Stormar og styrjaldir á Sturlungaöld. Einar hefur á undanförnum árum kafað undir yfirborð Sturlungu og sett söguefnið fram í bókunum Óvinafagnaður og Ofsi. Fyrir Ofsa hlaut Einar Bókmenntaverðlaun 2009. Í þessum bókum …

Skrifstofa UMSB

Skrifstofa Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB) verður nú opin alla virka daga frá kl.09:00 – 16:00. Á skrifstofunni er alltaf heitt kaffi á könnunni og hlýtt viðmót. Framkvæmdarstjóri sambandsins Ingi Þór Ágústsson mun verða til viðtals á skrifstofunni á umræddum tíma. UMSB hvetur sambandsaðila til að nýta sér þjónustu skrifstofunnar og framkvæmdarstjórinn er reiðubúin til að aðstoða eins og hann mögulega getur. …