Opið hús á Hesti

Landbúnaðarháskóli Íslands verður með opið hús í kennslu- og rannsóknafjárhúsunum að Hesti í Borgarfirði laugardaginn 4. apríl nk. Líkt og árið 2007 verða m.a. kynnt rannsóknaverkefni í sauðfjárrækt og jarðrækt á vegum LbhÍ og samstarfsaðila, auk fyrirhugaðra verkefna á komandi misserum. Nám við LbhÍ verður kynnt auk þess sem lambhrútar verða til sýnis og annað fé. Auk þess verða ýmsar …

Strætó – aukin þjónusta við farþega

  Strætó býður nú upp á nýja þjónustu þar sem farþegar á Vesturlandi geta skráð sig á póstlista og fengið sent SMS ef ferðir falla niður. Nánari upplýsingar má nálgast hér.  

Íþróttamiðstöðin – breyttur opnunartími

  Frá og með 1. apríl næstkomandi breytist opnunartími íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi. Sundlauginn lokar kl. 21.00 á virkum dögum og æfingar í sal hætta kl. 22.00. Hér er um tímabundna aðgerð að ræða sem er liður í sparnaði í rekstri sveitarfélagsins. Sjá auglýsingu hér.  

Borgarbyggð auglýsir styrki

  Borgarbyggð auglýsir nú eftir umsóknum vegna úthlutunar á styrkjum til íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi fyrir árið 2009. Umsóknir þurfa að hafa borist fyrir 20. apríl næstkomandi. Úthlutunarreglur má nálgast hér.    

Sumarstörf hjá Borgarbyggð 2009

Laus eru til umsóknar sumar- og afleysingastörf hjá Borgarbyggð. Auglýst er eftir fólki til starfa við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi og við íþróttamiðstöðina á Kleppjárnsreykjum. Einnig eru auglýst störf flokkstjóra við vinnuskóla Borgarbyggðar. Nánari upplýsingar um störfin má nálgast hér.  

Öflugt starf Slökkviliðs Borgarbyggðar

Hjá Slökkviliði Borgarbyggðar vinna menn öflugt starf við uppbyggingu slökkviliðsins og þjálfun liðsmanna. Um áramótin síðustu voru ráðnir þrír nýir menn til slökkviliðsins í Borgarnesi og á síðasta ári þrír til liðsins í Reykholtsstöð. Þeir hafa verið í þjálfun í vetur í reykköfun og fleiru. Brunamálaskólinn var með námskeið í byrjun mars, fyrsta hluta námskeiðs sem nefnist Slökkviliðsmaður 1. Námskeiðið …

Viðtalstímar sveitarstjórnarfulltrúa 7 apríl

  Næsti viðtalstími sveitarstjórnarfulltrúa verður þriðjudaginn 07. apríl. Þá verða Ingunn Alexandersdóttir, Þór Þorsteinsson og Sveinbjörn Eyjólfsson til viðtals fyrir íbúa Borgarbyggðar á milli kl. 17,oo og 19,oo í Ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi. Íbúar eru hvattir til að notfæra sér þessa viðtalstíma. Hægt er að panta tíma innan ofangreinds tíma í síma 433-7100.  

Sagnaritun 2009 – Safnahús Borgarfjarðar

  Safnahús Borgarfjarðar hefur sett í gang átak til að fá íbúa í sveitarfélaginu til að skrifa niður ýmis minnisatriði og frásagnir og fela skjalasafninu til varðveislu. Sérstaklega er í þessu tilliti höfðað til eldra fólks sem þekkir söguna betur en þeir sem yngri eru. Þetta er ekki síst gert með Gullastokkinn að fyrirmynd, en það er farsælt verkefni sem …

Síðasta vetrarmót Grana

Þriða og síðasta vetrarmót Grana verður haldið næstkomandi þriðjudag 31. mars en ekki 2. apríl eins og áður hafði komið fram. Mótið fer fram í reiðhöllinni á Mið – Fossum í Andakíl. Keppt verður í þremur flokkum í Smala, 1. og 2. flokki og flokki 17 ára og yngri.Stigahæstu knapar vetrarins hljóta verðlaun í boði hestavöruverslunarinnar Knapans í Borgarnesi. Þátttöku …

Viðburðarvika – frá Menningarráði Vesturlands

Á síðasta ári var gefinn út lítill bæklingur um menningarviðburði á ákveðnum tíma að vori sem dreift var um Vesturland. Margir lýstu ánægju með þetta framtak til þess að hvetja til menningarviðburða á þessum tíma og er því ákveðið að halda því áfram. Menningarráð Vesturlands mun senda út bækling þar sem auglýstir verða viðburðir sem standa yfir frá sumardeginum fyrsta …