Frá Grunnskóla Borgarfjarðar

Frá Kleppjárnsreykjum Þessa vikuna verður skólastarf Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum og Hvanneyri með óhefðbundnu sniði. Á Kleppjárnsreykjum verður m.a. sund- og borðtennismót, hæfileikakeppni, haldin fræðsluerindi, skiptimarkaður og sundlaugarpartý. 10. bekkur lagði af stað í óvissuferð að loknu síðasta prófi í morgun. Þá verður foreldrum og velunnurum skólans boðið í grillveislu á vorhátíð skólans á fimmtudaginn. Á Hvanneyri verður farið í …

Ertu atvinnulaus í sumar?

Ungmennaráð Borgarbyggðar boðar þá mennta- og framhaldskólanema í Borgarbyggð sem ennþá eru atvinnulausir í sumar á fund í Mími ungmennahúsi Kveldúlfsgötu mánudagskvöldið 25. maí kl. 20.00 til að ræða málin og fara yfir stöðu atvinnumála þessa hóps. Hvetjum þá sem ekki eru enn komnir með vinnu í sumar að mæta á þennan mikilvæga fund til skrafs og ráðagerða. Sjá auglýsingu …

Ganga á Uppstigningardag

Frá Einkunnum_fthFimmtudaginn 21. maí, uppstigningardag, verður gengið á milli Álatjarnar og Háfsvatns í fólkvanginum Einkunnum. Lagt verður af stað kl. 10:00 frá nýju bílastæðunum við Álatjörn og má reikna með að gangan taki um tvo tíma. Þetta er frekar létt ganga, en víða um blautt land. Gengin verður ný stikuð leið í fólkvanginum. Fólk er hvatt til að koma vel …

Ganga á Uppstigningardag

Frá Einkunnum_fthÁ morgun, fimmtudaginn 21. maí, uppstigningardag, verður gengið á milli Álatjarnar og Háfsvatns í fólkvanginum Einkunnum. Lagt verður af stað kl. 10:00 frá nýju bílastæðunum við Álatjörn og má reikna með að gangan taki um tvo tíma. Þetta er frekar létt ganga, en víða um blautt land. Gengin verður ný stikuð leið í fólkvanginum. Fólk er hvatt til að …

Lokað fyrir heita vatnið

Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur verður lokað fyrir heita vatnið í Borgarnesi frá kl. 09.00 í dag. Lokað verður fram eftrir degi.  

Góðir gestir úr Hvalfirðinum

Hópurinn fyrir utan Safnahús_sijÞað er mikið líf í Safnahúsi Borgarfjarðar þessa dagana og magir gestir sem leggja leið sína í húsið. Til að mynda komu félagar úr kór Saurbæjarprestakalls ásamt mökum á sýninguna Börn í 100 ár síðastliðinn laugardag. Að skoðun lokinni hélt hópurinn svo í Landnámssetur þar sem borðað var og farið á sýninguna Mr. Skallagrímsson. Kór Saurbæjarprestakalls syngur …

Atvinna – heimsending á matarbökkum

Borgarbyggð leitar að aðila til annast heimsendingu á matarbökkum í hádeginu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. júní næstkomandi. Áhugasamir hafi samband við félagsmálastjóra í s: 4337100 eða á netfangið hjordis@borgarbyggd.is    

Stuðningur við börn

Við leitum að fólki sem er tilbúið til að veita börnum stuðning í allt frá nokkrum tímum á viku upp í 50% starf í 6 vikur í sumar. Við leitum að heilbrigðum einstaklingum, eldri en 20 ára, með hreint sakavottorð, sæmilegt hugmyndaflug og slatta af þolinmæði. Sérstaklega eru karlkyns einstaklingar af þessu tagi hvattir til að hafa samband. Þetta er …

Grunnskólabörn fá reiðhjólahjálma að gjöf

1. bekkur Grunnskólans í Borgarnesi fékk í morgun, afhenta reiðhjólahjálma að gjöf frá Kiwanishreyfingunni og Eimskip. Af því tilefni voru lögregluþjónn og skólahjúkrunarfræðingur með fræðslu um öryggi í umferðinni og notkun hjálma.    

Vortónleikar Tónlistarfélagsins í Logalandi

mynd_mmVortónleikar Tónlistarfélags Borgarfjarðar verða haldnir í Logalandi sunnudaginn 24. maí næstkomandi og hefjast klukkan 21.00. Á tónleikunum flytur Kammerkór Langholtskirkju dagskrá með djassívafi. Á efnisskrá kórsins eru meðal annars verk eftir Lennon og McCartney, Nils Lindberg, Milton Drake og Ben Oakland auk nokkurra djassstandarda í útsetningu Árna Ísleifssonar. Stjórnandi kórsins er Jón Stefánsson. Undirleik annast djasssveit en hana skipa þeir …