Ganga á Uppstigningardag

maí 20, 2009
Frá Einkunnum_fth
Á morgun, fimmtudaginn 21. maí, uppstigningardag, verður gengið á milli Álatjarnar og Háfsvatns í fólkvanginum Einkunnum. Lagt verður af stað kl. 10:00 frá nýju bílastæðunum við Álatjörn og má reikna með að gangan taki um tvo tíma.
Þetta er frekar létt ganga, en víða um blautt land. Gengin verður ný stikuð leið í fólkvanginum. Fólk er hvatt til að koma vel skóað eða í stígvélum. Leiðsögumenn verða Finnur Torfi Hjörleifsson og Hilmar Már Arason. Allir velkomnir.
 
 

Share: