…og svo kom Ferguson

Í ár eru liðin rétt sextíu ár frá því fyrstu Ferguson-dráttarvélarnar komu til Íslands. Af því tilefni öðrum fremur hefur Bjarni Guðmundsson prófessor við LbhI tekið saman bókina …og svo kom Ferguson, með aðstoð fjölda heimildarmanna. Bókin er gefin út með stuðningi Landbúnaðarsafns Íslands og rennur hluti andvirðis bókarinnar til safnsins.  

Fótboltamót til minningar um Sverri Heiðar

Sverrir HeiðarUngmennafélagið Íslendingur stendur fyrir fótboltamóti á Hvanneyrarvelli næstkomandi laugardag. Mótið er haldið til minningar um Sverri Heiðar Júlíusson sem lést úr krabbameini í byrjun þessa árs. Sverrir var ötull áhugamaður um knattspyrnu og lagði mikinn metnað í þjálfun barna hvort sem var á Hvanneyri, í Borgarnesi eða annarsstaðar. Á mótinu verður keppt í sjö manna liðum í fimm aldursflokkum; …

Til íbúa og vegfarenda

Þriðjudaginn 15. september n.k. hefst á ný vinna við fráveitulagnir í Borgarbraut. Um er að ræða kaflann frá gatnamótum við Böðvarsgötu/Þorsteinsgötu og að gatnamótum við Skallagrímsgötu en reiknað er með að vinna við þennan verkhluta standi yfir næstu 9 vikur. Vegna framkvæmdanna verður þessi hluti Borgarbrautar lokaður fyrir bílaumferð en umferð þess í stað beint um hjáleið um Skallagrímsgötu og …

Digranesgötu lokað

Digranesgötu verður lokað við spennistöð, mánudaginn 14.09.2009 frá kl 10.00 og fram eftir degi, vegna vinnu við þverun lagna. Hjáleið er um Þjóðveg 1. Framkvæmdasvið Borgarbyggðar    

Nýr sparkvöllur vígður

Miðvikudaginn 2. september var vígður nýr sparkvöllur við Laugagerðisskóla. Borgarbyggð og Eyja- og Miklaholtshreppur stóðu fyrir uppbyggingu vallarins, en þetta er fjórði sparkvöllurinn með gervigrasi sem byggður hefur verið af sveitarfélaginu með stuðningi sparkvallarátaks KSÍ. Það voru börn í Laugagerðisskóla sem klipptu á borða og vígðu þannig þetta íþróttamannvirki eftir að þeir Eggert Kjartansson oddviti Eyja- og Miklaholtshrepps, Páll S. …

Víkingar í nútímanum

Mynd_Guðrún JónsdóttirÞað er við fyrstu sýn erfitt að ráða í á hvaða tíma meðfylgjandi mynd var tekin. Sumir gætu haldið að búið hefði verið að finna myndavélarnar upp þegar á landnámsöld. En þessi sýn blasti við áhorfendum á flötinni við Landnámssetur í Borgarnesi s.l. laugardag, þar sem Víkingafélagið Rimmugýgur sýndi bardagalist með aðstoð víkingafélagsins Hringhorna. Síðar um daginn var einnig …

Húsamerkingar

Eins og fram kemur í bréfi sem sent var til húseigenda í Borgarnesi í dag hefur sveitarfélagið hrundið af stað átaki í merkingu gamalla húsa. Byrjað verður í ár á húsum í Borgarnesi og fengist hefur styrkur til að niðurgreiða skilti á húsum sem byggð voru fyrir 1950. Sjá má nánar í bréfi til húseigenda með því að smella hér. …

Uppbygging Hlíðartúnshúsanna hafin

Eins og margir hafa eflaust orðið varir við er nú hafin endurbygging svokallaðra Hlíðartúnshúsa í Borgarnesi. Hlíðartúnshúsin eru gömul útihús sem standa á holtinu vestan við Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi og hafa verið aðdráttarafl fyrir ferðamenn undanfarna áratugi. Fyrst og fremst eru þau minjar um búsetumótun í Borgarnesi þar sem þeir íbúar sem ekki voru verslunarmenn voru bændur og fluttu …

Vopnaskak í Landnámssetri

Dr. William R. ShortLaugardaginn 12. september næstkomandi verður mikið um dýrðir í Landnámssetrinu. Víkingafélagið Rimmugýgur sýnir bardagalist, dr. William Short og Einar Kárason tala um vopnaburð fornmanna og fyrsta sýning haustsins á Stormum og styrjöldum verður um kvöldið. Sýningar á bardagalist víkinga verða á flötinni við Landnámssetrið og hefjast klukkan 15.00 og 19.00. Rimmugýgur er íslenskt víkingafélag sem leggur stund …

Mörk og merkingar

Allt frá landnámstíð hafa Íslendingar auðkennt sauðfé sitt með eyrnamörkum en þá venju munu þeir hafa tekið með sér frá fyrri heimkynnum. Í Færeyjum, Noregi og á Bretlandseyjum eru eyrnamörk enn til og eru heiti sumra þeirra mjög áþekk íslenskum heitum. Markið löghelgar markeigandanum eignarréttinn á kindinni. Eyrnamörk eru nú víða aflögð eða lítt notuð í nágrannalöndum okkar og auðkenning …