Minnigarfyrirlestur um Snorra Sturluson

Miðvikudaginn 30. september næstkomandi flytur Pétur Pétursson prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands minningarfyrirlestur um Snorra Sturluson í Reykholti. Fyrirlesturinn, sem ber heitið Vituð þér enn eða hvað? Lykillinn að dulmáli Völuspár, verður fluttur í bókhlöðusal Snorrastofu og hefst kl. 20.30.  

Fundur um örnefni og örnefnasöfnun á Vesturlandi

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Menningarráð Vesturlands og Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum gangast fyrir fundi um örnefni og örnefnasöfnun á Vesturlandi miðvikudaginn 30. september, kl. 13.00 í Snorrastofu, Reykholti. Dagskrá: Svavar Sigmundsson; Örnefni og örnefnasöfnun Ragnhildur Helga Jónsdóttir; Örnefni í Andakíl Sigurgeir Skúlason; Örnefnamyndavél fyrir Skorradal   Á fundinum mun Svavar Sigmundsson stofustjóri Örnefnasafns stofnunarinnar m.a. fjalla um mikilvægi …

Dansandi fjölskylduskemmtun!

Danshópur Evu Karenar og Dansskóli Ragnars standa fyrir fjölskylduskemmtun í sal Menntaskóla Borgarfjarðar sunnudaginn 4. október næstkomandi. Skemmtunin er til styrktar þeim ungmennum sem halda utan til danskeppni í vetur. Þau lofa botnlausu fjöri á sunnudaginn og bjóða alla velkomna. Skemmtunin hefst kl. 17.00.  

Sauðamessa 17. október

Vegna stigvaxandi þrýstings frá Alþjóða Gjaldeyrissjóðunum, Landbúnaðarnefnd Evrópusambandsins, Samtökum fjárfesta og fjölda annarra hagsmunaaðila, vina vandamanna og velunnara, hefur verið ákveðið að blása enn einu sinni til Sauðamessu í Borgarnesi. Messað verður í Skallagrímsgarði laugardaginn 17. október og hefst messugjörð formlega með fjárrekstri frá Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi kl. 13.30 að staðartíma. Á annað hundrað fjár verður þá rekið í …

Líf og fjör á Kleppjárnsreykjum

Í síðastliðinni viku tóku nemendur í 1.-5. bekk Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum sig til og hreinsuðu skólalóðina. Krakkarnir fóru um skólalóðina og skáru burt njóla og hreinsuðu annað rusl. Njólanum söfnuðu þau í risastóran haug og mátti sjá mikinn mun á skólalóðinni eftir þessa vinnutörn hjá krökkunum. Þá var einnig haldinn náttfatadagur í skólanum og nemendur afskaplega ánægðir með daginn. …

Frækileg frammistaða í Útsvari

Fulltrúar Borgarbyggðar í Útsvari stóðu sig framúrskarandi vel í keppninni í kvöld og náðu 101 stigi í keppni á móti Akureyri sem sigraði naumlega með tveggja stiga mun. Þar sem fjögur stigahæstu tapliðin úr fyrstu umferð komast áfram má telja líklegt að lið Borgarbyggðar haldi áfram keppni, en það ræðst á næstu mánuðum.   Í liðinu eru þau Heiðar Lind …

Félagsmiðstöðin Mófó Hvanneyri opnar

Í vetur verður áfram gerð tilraun með félagsmiðstöð á Hvanneyri sem opin verður einu sinni í viku fyrir unglinga í Grunnskóla Borgarfjarðar líkt og gert er fyrir unglinga í Varmalandsskóla í Gauknum Bifröst.   Starfið í félagsmiðstöðinni Mófó Hvanneyri hefst næstkomandi mánudagskvöld kl. 20.00. Félagsmiðstöðin er opin öllum unglingum í Grunnskóla Borgarfjarðar í 7. – 10. bekk og stjórnar stjórn …

Mímir ungmennahús opnar í MB

Síðustu tvær vikur hafa ungmenni í Mími ásamt ungmennum í Nemendafélagi MB unnið sameiginlega að flutningi ungmennahússins frá Kveldúlfsgötu 2b yfir götuna í frábæra aðstöðu sem er á neðri hæð menntaskólans. Verður þetta vonandi framtíðar ungmennahús sveitarfélagsins ásamt því að þar fer fram starfsemi nemendafélags menntaskólans. Undirbúningur hefur gengið vel og samstarf stjórna með miklum ágætum. Einnig hefur ungmennaráð sveitarfélagsins …

Borgarbyggð í Útsvari á laugardaginn

Þátturinn Útsvar er kominn á dagskrá hjá RÚV og var fyrsti þátturinn s.l. laugardag. Þar áttust við sveitarfélögin Norðurþing og Reykjanesbær. Næsta laugardag er svo komið að Borgarbyggð, sem keppir við Akureyri. Lið Borgarbyggðar verður þannig skipað að Heiðar Lind Hansson og Hjördís H. Hjartardóttir mæta á nýjan leik en nýr liðsmaður verður Stefán Einar Stefánsson.   Þátturinn verður sendur …

Forntraktorar vinsælir

Fullbókað er nú á námskeið um forntraktora sem Landbúnaðarsafn Íslands, Jörvi og Landbúnaðarháskólinn standa að þann 10. október næstkomandi. Verið er að kanna möguleika á viðbótarnámskeiði til að mæta eftirspurn. Á námskeiðinu verður fjallað um forntraktora á Íslandi og hvernig þeim má gera til góða, hirða þá og varðveita sögu þeirra sem hluta af menningarsögu sveitanna. Áhersla verður lögð á …