Sýning í reiðhöllinni í Borgarnesi um helgina

Sýningin “Viðþjónum þér” verður haldin í sýningar- og reiðhöllinni í Borgarnesi dagana 6. og 7. nóvember næstkomandi. Á sýningunni munu fyrirtæki kynna vöru og þjónustu fyrir forráðamönnum sveitarfélaga, stofnanna þeirra og fyrirtækja. Dagskrá: Föstudagur 6. nóvember: Kl. 13. Sigríður Dögg Auðunsdóttir upplýsingafulltrúi Mosfellsbæjar fjallar um einkasjúkrahús í Mosfellsbæ. Kl. 15. Árni Jóhannsson fostöðumaður mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins heldur fyrirlestur sem nefnist: …

Minning látinna heiðruð

Eins og flestum er kunnugt á Borgarbyggð sér vinabæ í Frakklandi. Þetta er bærinn Bonsecours, heimabær þess merka franska vísindamanns Jean-Baptiste Charcot. Það er minning hans sem varð til þess að vinabæjasambandinu var komið á á sínum tíma, en það var árið 1996. Það ár voru liðin 60 ár frá því að Charcot og áhöfn hans á skipinu Pourquoi-pas? fórust …

Málþing um yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaga 2011

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi standa fyrir málþingi um yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaga 2011. Málþingið verður haldið á Hótel Hamri þann 9. nóvember og hefst kl. 17.00. Gestir fundarins verða þau Þór G. Þórarinsson, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir forstöðumaður málefna fatlaðra á Norðurlandi vestra og Gunnar Sandholt félagsmálastjóri í Skagafirði. Auk þeirra verðð gestir fundarins, Guðný Ólafsdóttir, foreldri …

Skólaskýrsla Sambands íslenskra sveitarfélaga

Hag- og upplýsingasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur gefið út Skólaskýrslu 2009 þar sem birtar eru tölulegar upplýsingar um leikskóla og grunnskóla og gerðar aðgengilegar fyrir sveitarstjórnarmenn, skólastjórnendur og aðra hagsmunaaðila. Að auki er þar að finna upplýsingar um tónlistarskóla. Nú á sér stað mikil umræða í Borgarbyggð um hagræðingu í skólamálum og þeir sem vilja einnig kynna sér skýrslu Sambands …

Malbikað við Andabæ á Hvanneyri

Malbikunarframkvæmdum við leikskólann Andabæ og hluta Arnarflatar á Hvanneyri er lokið. Planið framan við leikskólann er nú malbikað og snyrtilegt. Nemendur og aðrir þeir sem leið eiga í leikskólann geta nú gengið “þurrum fótum” í hús og aðgengi allt er miklu þægilegra. Það var verktakafyrirtækið Jörvi á Hvanneyri sem sá um framkvæmdir.    

Árshátíð Grunnskóla Borgarness

Árshátíð Grunnskóla Borgarness verður haldin í dag, fimmtudaginn 29. október í Menningarsal Borgarbyggðar í Menntaskólanum. Sýningar verða tvær kl. 16:30 og 18:30. Aðgangseyrir er kr. 500 fyrir 16 ára og eldri og fólk er beðið að koma með peninga því ekki er posi á staðnum. Þema árshátíðarinnar í ár er GLEÐI og verður hún túlkuð á fjölbreytilegan hátt af nemendum …

Frá Reykholtskirkju

Vegna útfarar Flosa Ólafssonar frá Reykholtskirkju laugardaginn 31. október næstkomandi falla tónleikar kvennakórsins Vox feminae niður en þeir voru fyrirhugaðir í Reykholtskirkju þann dag. Kórinn mun syngja við messu í Reykholtskirkju sunnudaginn 1. nóvember, á Allra heilagra messu. Að messu lokinni mun kórinn flytja hluta efnisskrár sinnar en á efnisskránni eru trúarleg verk eftir íslensk tónskáld.  

Íbúafundir um hagræðingu í fræðslumálum

Sveitarstjórn Borgarbyggðar boðar til almennra íbúafunda í vikunni. Á fundunum verður skýrsla vinnuhóps um hagræðingu í fræðslumálum kynnt. Fundirnir verða alls fjórir og verða sem hér segir: Mennta- og menningarhúsinu Borgarnesi mánudaginn 2. nóvember klukkan 20:30, félagsheimilinu Lindartungu þriðjudaginn 3. nóvember klukkan 20:30, félagsheimilinu Þinghamri miðvikudaginn 4. nóvember klukkan 20:30 og félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit fimmtudaginn 5. nóvember klukkan 20:30. …

Námskeið fyrir unglinga með lestrarörðugleika og/eða foreldra þeirra

Fyrirhugað er að halda tvö námskeið fyrir unglinga með lestrarörðugleika og foreldra þeirra, í Varmalandsskóla og á Kleppjárnsreykjum. Kennari á námskeiðinu er Ásta Björk Björnsdóttir sérkennsluráðgjafi Borgarbyggðar. Skráning fer fram á netfanginu gudrun@borgarbyggd.is eða í síma 433-7100 fram til 2. nóv. Námskeiðið er ætlað nemendum í 7. -10. bekk og er frítt fyrir þátttakendur.Nánari upplýsingar má nálgast hér.  

Verklok í Hlíðartúni

Framkvæmdum við Hlíðartúnshús í Borgarnesi er nú lokið að sinni en leitað verður leiða til að halda verkefninu áfram á næsta ári. Byrjað var með uppmælingu og niðurrifi verst förnu húsanna í ágúst s.l., en þau voru komin í fokhættu. Þau verða endurbyggð síðar, en til að byrja með hefur hluti vegghleðslu undir eitt þeirra verið endurhlaðinn og því verki …