Málþing um yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaga 2011

nóvember 3, 2009

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi standa fyrir málþingi um yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaga 2011.
Málþingið verður haldið á Hótel Hamri þann 9. nóvember og hefst kl. 17.00. Gestir fundarins verða þau Þór G. Þórarinsson, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir forstöðumaður málefna fatlaðra á Norðurlandi vestra og Gunnar Sandholt félagsmálastjóri í Skagafirði. Auk þeirra verðð gestir fundarins, Guðný Ólafsdóttir, foreldri fatlaðs einstaklings og Sigurður Helgason ráðgjafi verkefnastjórnar um verkefnaflutning.

Stjórnandi málþings: Páll Brynjarsson, formaður SSV og sveitarstjóri Borgarbyggðar. Áætlað er að málþinginu ljúki kl. 19:15. Málþingið er ætlað sveitarstjórnarfólki, fulltrúum í nefndum, starfsfólki sem vinnur við þjónustuna, notendum og aðstandendum þeirra og öllum þeim öðrum sem láta sig málið varða.

 

Share: