Border Collie hundur í óskilum

Gæludýraeftirlitsmaður er með í vistun hjá sér ungan Border Collie hund sem handsamaður var við Hvannatún rétt utan við Hvanneyri í gær. Þar hefur hann gert sig heimakominn undanfarið. Hundurinn er hvítur og svartur með hvítan kraga um hálsinn. Andlitið er meira hvítt en svart. Búið er að hringja á nágrannabæina og senda fyrirspurn til íbúa á Hvanneyri en enginn …

Jólatónleikar Tónlistarskóla Borgarfjarðar

Nemendur spila í Húsasmiðjunni_tþÁ morgun, þriðjudaginn 8. desember hefst jólatónleikaröð Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Fyrstu tónleikarnir verða í Logalandi í Reykholtsdal og hefjast þeir kl. 20.30. Nemendur Tónlistarskólans heimsækja félagsstarf eldri borgara föstudaginn 11. desember kl. 13.30. Aðrir tónleikar skólans fara fram á eftirtöldum stöðum: Miðvikudaginn 9. des. kl. 18.00 í sal Tónlistarskóla Borgarfjarðar Fimmtudaginn 10. des. kl. 18.00 í sal Tónlistarskóla …

Jólaútvarp unglinga hefst á mánudagsmorgun

Árlegt jólaútvarp unglinga í félagsmiðstöðinni Óðal hefst mánudaginn 7. des með ávarpi útvarpsstjóra kl. 10.00. Mikilli undirbúningsvinnu er nú svo gott sem lokið og upptökur yngri bekkja tilbúnar og nú geta unglingarnir einbeitt sér að upptökum á hinum þekktu frumsömdu auglýsingum sínum sem mikil vinna er lögð í og ávallt eru vinsælar. Dagskrá er hefðbundin. Fyrir hádegi eru sendar út …

Stórleikir í 16 liða úrslitum Subwaybikarsins í körfubolta næsta sunnudag.

Bæði meistaraflokkur karla og kvenna drógust á móti sterkum liðum Fjölnis í bikarnum og næsta víst að það verður barist grimmt í þessum skemmtilegu leikjum sem framundan eru við Fjölni. Styrkur Skallagríms ætti að vera heimavöllurinn með okkar frábæru stuðningsmönnum og hvetjum við alla til að eiga notalega stund í íþróttamiðstöðinni. Þeir sem mæta á leikina eiga von á uppákomum …

Góð aðsókn að sýningu Snjólaugar

Á annað hundrað manns hafa komið í Safnahús á undanförnum dögum til að skoða sýningu Snjólaugar Guðmundsdóttur, en sýningin var opnuð fyrir tæpri viku. Þar sýnir Snjólaug vefnað og flóka. Sýningin ber nafnið ”Af fingrum fram” og hluti hennar er af sýningu sem Snjólaug hélt á Blönduósi árið 2008 til vors 2009 og bar sama nafn. Nokkru hefur þó verið …

Truflun vegna viðgerðar á aðalæð

Eins og margir hafa orðið varir við hefur OR þurft að takmarka heitt vatn í Borgarnesi síðustu daga vegna viðgerðar á aðalæð og þrýstingsfalli sem varð á henni. Loka þurfti útisvæði sundlaugarinnar og kæla niður laugar og heita potta til að spara vatn og ná upp vatnsforða í miðlunartankinn á Seleyri. Eins hafði þetta áhrif á snjóbræðslukerfi sparkvallar við skólann …

Aðventutónleikar í Reykholtskirkju

Frá undirbúningshópi tónleikanna: Föstudaginn 11. desember næstkomandi verða haldnir aðventutónleikar í Reykholtskirju. Að tónleikunum standa þeir kórar í Borgarfirði sem undanfarin ár hafa sungið á aðventutónleikum á sama stað en áður voru tónleikarnir í boði Sparisjóðs Mýrasýslu. Tónleikarnir eru nú haldnir með stuðningi nokkurra fyrirtækja í héraði er aðgangur ókeypis. Um leið og við þökkum þessa tónleika á liðnum árum …

Jólatré – ljósin tendruð kl. 18 í dag

Í dag kl. 18.00 verða kveikt ljós á jólatré Borgarbyggðar á Kveldúlfsvelli. Jóladagskrá og heitt súkkulaði – og heyrst hefur af ferðum jólasveina. Sjá auglýsingu hér.   Komið og eigið notalega stund í byrjun aðventu. Nánari upplýsingar: Guðrún Jónsdóttir menningarfulltrúi, s.: 898 9498

ER LÖGHEIMILIÐ Á RÉTTUM STAÐ

Með vísan til laga nr. 73/1952 um aðsetursskipti, ber íbúum að tilkynna um flutning til íbúaskrár innan viku frá flutningi, bæði flutningi innan sveitarfélagsins og milli sveitarfélaga. Tilkynna ber flutninga á skrifstofu Borgarbyggðar að Borgarbraut 14 í Borgarnesi eða Litla-Hvammi Reykholti en skrifstofan er opin alla virka daga milli kl. 9,00 og 15,00. Einnig er hægt að nálgast flutningseyðublöð með …

Starfsmaður dagsins

Pétur Pétursson kom færandi hendi í ráðhús Borgarbyggðar í Borgarnesi í dag og bauðst til að hreinsa upp lauf sem safnast hafði í kring um húsið. Var aðstoð hans vel þegin og honum er hér með þakkað fyrir hans góða framtak. Meðfylgjandi mynd var tekin af þessu tilefni.   Ljósmynd: Jökull Helgason