
Snjólaugu þarf vart að kynna fyrir íbúum héraðsins þar sem hún hefur um langt skeið unnið hina ýmsu gripi úr íslenskri ull og öðrum náttúruefnum. Hún er menntaður vefnaðarkennari frá Myndlistar- og handíðarskólanum og kenndi meðal annars vefnað í 9 ár í Húsmæðraskólanum á Varmalandi. Listsköpun Snjólaugar hefur að mestu verið byggð á menntun hennar og hún rekur nú listagalleríið Sólu á Brúarlandi á Mýrum.
Ljósmynd: Guðrún Jónsdóttir