Truflun vegna viðgerðar á aðalæð

desember 4, 2009
Eins og margir hafa orðið varir við hefur OR þurft að takmarka heitt vatn í Borgarnesi síðustu daga vegna viðgerðar á aðalæð og þrýstingsfalli sem varð á henni. Loka þurfti útisvæði sundlaugarinnar og kæla niður laugar og heita potta til að spara vatn og ná upp vatnsforða í miðlunartankinn á Seleyri.
Eins hafði þetta áhrif á snjóbræðslukerfi sparkvallar við skólann eins og flestir hafa orðið varir við sem nota hann til æfinga og leikja.
Vatnsmagn í miðlunartank komst loksins í eðlilegt horf í nótt þannig að nú hefur sundlaugarsvæðið verið opnað aftur.
ij
 

Share: