Sex hross í óskilum

Eftirtalin hross eru í óskilum hjá Borgarbyggð. Hestur, jarpur u.þ.b.15 vetra. Frostmerktur 11. Handsamaður vestur á Mýrum. Hestur, mósóttur u.þ.b. 4 vertra. Ómerktur. Handsamaður vestur á Mýrum. Hestur, rauður, u.þ.b 16 vetra. Ómerktur. Handsamaður vestur á Mýrum. Hestur, rauður, u.þ.b. 14 vetra. Frostmerktur L2. Handsamaður vestur á Mýrum. Hryssa, rauð, u.þ.b. 4 vetra. Ómerkt. Handsömuð vestur á Mýrum. Hryssa, brún, …

Sorphirðudagatal Borgarbyggðar 2010

Sorphirðudagatal Borgarbyggðar fyrir árið 2010 er tilbúið og verður því dreift með næsta tölublaði Íbúans á öll heimili í sveitarfélaginu. Einnig verður hægt að nálgast það hér á heimasíðu sveitarfélagsins auk annara upplýsinga sem varða sorphirðuna. Sjá hér sorphirðudagatalið.  

Orkuveitan eignast HAB að fullu

Samkomulag hefur tekist á milli Orkuveitu Reykjavíkur og fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkisins, um kaup OR á 20% hlut ríkisins í Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar (HAB). Á næstu vikum verður rekstur hitaveitunnar sameinaður öðrum veiturekstri Orkuveitunnar. Kaupverðið nam 150 milljónum króna og auk eignarhlutar ríkisins fylgir með í kaupunum nýtingarréttur af Deildartunguhver til 55 ára. HAB var stofnuð árið 1979 af …

Ný heimasíða Skugga

Hestamannafélagið Skuggi í Borgarnesi hefur opnað nýja heimasíðu. Slóðin er http://hmfskuggi.is/    

Unglingalandsmótið í Borgarnes

Stjórn Ungmennafélags Íslands ákvað á fundi sínum í gær að úthluta 13. Unglingalandsmóti UMFÍ til Ungmennasambands Borgarfjarðar. Mótið fer fram um verslunarmannahelgina í sumar. Unglingalandsmót hefur aldrei áður verið haldið í Borgarnesi en landsmót var haldið þar 1997. Fimm aðilar sóttu um að halda mótið, Ungmennasamband Borgarfjarðar, UMSB, Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu, USVS, Héraðssambandið Skarphéðinn, HSK, Héraðssamband Þingeyinga, HSÞ, Ungmennafélag Akureyrar, UFA, …

Skólahreysti

Miðvikudaginn 20. janúar næstkomandi fer fram forkeppni Grunnskólans í Borgarnesi í Skólahreysti. Nemendur eldri deildar eru hvattir til að taka þátt en Þrettán nemendur skólans hafa í vetur æft í Skólahreystivali. Það er Anna Dóra Ágústsdóttir sem hefur leiðbeint nemendum í Skólahreystivali. Forkeppnin verður haldin í íþróttahúsinu og hefst kl. 13.30.  

Blóðbankabíllinn í Borgarnesi 19 jan

Blóðbankabíllinn verður við Hyrnuna í Borgarnesi þriðjudaginn 19. janúar næstkomandi frá kl. 10.00 – 17.00. Allir velkomnir, jafnt nýir sem vanir blóðgjafar. Þörf er á 70 blóðgjöfum á degi hverjum og eru Borgfirðingar hvattir til að koma og gefa blóð. Blóðgjöf er lífgjöf.  

Atvinnumál kvenna

Fréttatilkynning Styrkir til atvinnumála kvenna lausir til umsóknar Nú eru styrkir til atvinnumála kvenna lausir til umsóknar en það er Félags- og tryggingamálaráðherra sem veitir þá ár hvert. Að þessu sinni eru 30 milljónir til úthlutunar. Vinnumálastofnun hefur umsjón með styrkveitingunum og er umsóknarfrestur til og með 7.febrúar. Hægt er að sækja um styrki til gerðar viðskiptaáætlunar, til vöruþróunar, markaðsmála, …

Skyndihjálp í efnahagsumræðunni

Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi stendur nú í vikunni fyrir áhugaverðum og skemmtilegum fyrirlestri um ruglingsleg orð og hugtök úr efnahagsumræðunni. Aðgangur er ókeypis og skráningar standa nú yfir. Fyrirlesari er Vífill Karlsson. Sjá auglýsingu hér.    

Menntaskóli Borgarfjarðar í Gettu betur – 2010

Lið Menntaskóla Borgarfjarðar keppir í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í kvöld. Það eru þeir Skúli Guðmundsson, Eggert Örn Sigurðsson og Sigurður Þórarinsson sem skipa lið Menntaskólans og þjálfari þeirra er Bjarni Páll Ingason. Þeir mun etja kappi við lið Tækniskólans og hefst viðureignin kl. 20.30 á Rás 2.