Framkvæmdastyrkir til íþrótta- og tómstundafélaga í Borgarbyggð

Borgarbyggð auglýsir til umsóknar framkvæmdastyrki. Styrkjunum er ætlað styðja við einstakar framkvæmdir hjá íþrótta- og tómstundafélögum innan Borgarbyggðar til uppbyggingar eða viðhalds á fasteignum eða athafnasvæði félagsins sem Borgarbyggð kemur ekki að rekstri að öðru leyti og er í eigu félaga eða félagasamtaka innan Borgarbyggðar.

Grjótháls – Auglýsing um niðurstöðu sveitarstjórnar Borgarbyggðar vegna skipulags

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 13. apríl 2023 óverulega breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022, Mælimastur – Grjótháls Breytingin fellst í að heimilt er að reisa tímabundið mælimastur, til vindmælinga í allt að 12 mánuði á Grjóthálsi. Mælimastrið skal staðsett utan skilgreindra verndarsvæða. …