Grjótháls – Auglýsing um niðurstöðu sveitarstjórnar Borgarbyggðar vegna skipulags

maí 2, 2023

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 13. apríl 2023 óverulega breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin fellst í að heimilt er að reisa tímabundið mælimastur, til vindmælinga í allt að 12 mánuði á Grjóthálsi. Mælimastrið skal staðsett utan skilgreindra verndarsvæða.

Niðurstaða sveitarstjórnar tilkynnist hér með. 

Aðalskipulagsbreytingin hefur verið send Skipulagsstofnun sem sér um lokafgreiðslu erindisins. Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til skipulags- og byggingardeildar Borgarbyggðar, Digranesgötu 2 Borgarnesi.

Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is


Share: