Fræðslufundur á Hvanneyri

Fyrir þá sem hafa lítinn eða engan garð má auðveldlega rækta ýmsar krydd- og matjurtir í pottumMánudaginn 12. apríl kl. 20 til 22 verður Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur með fyrirlestur um ræktun matjurta á Kollubar (við gamla fjósið og Ullarselið) á Hvanneyri. Félagar eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti. Allir velkomnir sem vilja ganga í félagið. Aðganseyrir …

Tveir óskilakettir

Tveir óskilakettir eru í vörslu dýraeftirlitsmanns og hafa verið þar í tvo daga.   Annar kötturinn var handsamaður við Arnarklett. Hann er ungur bröndóttur og blesóttur fress.   Hinn kötturinn var handsamaður við Egilsgötu. Hann er eldra fress en eins og hinn bröndóttur og blesóttur.   Eigendur þessara katta eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Sigurð Halldórsson í síma …

Flott sýning frá Varmalandi

Það er spurningin hvað varð um Hólmfríði Lofthænu og Lárus Pálsson þegar þau lögðust í ferðalag og týndust? Þeir sem vilja kynna sér þetta nánar geta lagt leið sína í Safnahús á næstunni til að skoða frábæra sýningu á verkefnum sem nemendur 1. – 7. bekkjar Varmalandsskóla hafa unnið í vetur. Þemað er Hvað býr í fjöllunum og meðal viðfangsefna …

Dagur sjúkrabílsins

Föstudaginn 9. apríl n.k. munu sjúkraflutningamenn á Vesturlandi standa fyrir “Degi sjúkrabílsins” og af því tilefni opna húsakynni sín frá kl. 15,00 – 17,00 fyrir almenningi þar sem þeir munu kynna starfsemi sína og tækjakost. Einnig munu þeir kynna þær breytingar sem urðu um síðastliðin áramót þegar átta heilbrigðisstofnanir á Vesturlandi voru sameinaðar í eina. Jafnframt munu sjúkraflutningamenn bjóða gestum …

Ljótu hálfvitarnir í Logalandi

Næstkomandi fimmtudag, 8. apríl heldur húsvíska gáfnatregasveitin Ljótu hálfvitarnir tónleika í félagsheimilinu Logalandi í Reykholtsdal. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00 en húsið opnar klukkutíma fyrr. Fréttatilkynningu hálfvitanna má lesa hér.  

Síðustu dagar fuglasýningar í Safnahúsi

Síðustu dagar fuglasýningarinnar í Safnahúsinu í Borgarnesi verða þriðjudagur og miðvikudagur eftir páska og verður hún tekin niður fimmtudaginn 8. apríl. Hefur verið afar góð aðsókn og ekki síst hafa kennarar og leiðbeinendur gefið nemendum sínum tækifæri til að skoða þetta merka safn. Um er að ræða sýningu á uppstoppuðum fuglum úr eigu Náttúrugripasafns Borgarfjarðar, en það safn er mjög …

Störf hjá Borgarbyggð

Borgarbyggð auglýsir eftir starfsfólki í eftirtalin störf: Vaktstjóri við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi, fullt starf Starfið er vaktavinna skv. gildandi vaktaplani og felst í vaktstjórn, stjórnun á innra skipulagi, yfirumsjón með öryggisgæslu við sundlaugarmannvirki úti og inni, í íþróttahúsi, vinnu við baðvörslu, þrif, afgreiðslu, uppgjör ofl. stjórnunarstörf. Skilyrði fyrir ráðningu er að viðkomandi standist hæfnipróf sundstaða og ljúki námskeiði í skyndihjálp. …

Vinnuskóli Borgarbyggðar 2010

Vinnuskóli Borgarbyggðar óskar eftir umsóknum nemenda fyrir sumarið 2010. Vinnuskólinn er fyrir unglinga í 8. – 10. bekk og verður settur mánudaginn 7. júní næstkomandi kl. 9.00 í Félagsmiðstöðinni Óðali. Vinnutímabil skólans verður 4 vikur eða frá 7. júní til 2. júlí. Daglegur vinnutími er frá kl. 8.30 – 16.00 alla virka daga nema föstudaga en þá er unnið til …

Íþróttamiðstöðvar opnar alla páskadagana

Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi verður opin dagana 1. apríl, skírdag til annars í páskum, 5. apríl frá kl. 9.00 – 18.00.   Sjá auglýsingu hér.     Opið verður í íþróttamiðstöðinni á Kleppjárnsreykjum dagana 29. mars – 5. apríl frá kl. 13.00 – 17.00.   Vakin er athygli á því að sundlaugin á Varmalandi verður lokuð um páskana.  

Námsráðgjafi við grunnskóla Borgarbyggðar

Borgarbyggð hefur gert samning við námsráðgjafa fyrir grunnskóla Borgarbyggðar. Elín Kristjánsdóttir námsráðgjafi hefur tekið að sér að veita námsráðgjöf í grunnskólunum og mun hún hefja störf strax í þessari viku. Á þessu skólaári verður lögð áhersla á námsráðgjöf til nemenda 10. bekkja og mun Elín fyrst og fremst veita upplýsingar og ráðgjöf varðandi innritun í framhaldsskóla. Forinnritun í framhaldsskólana stendur …