Tveir óskilakettir eru í vörslu dýraeftirlitsmanns og hafa verið þar í tvo daga.
Annar kötturinn var handsamaður við Arnarklett. Hann er ungur bröndóttur og blesóttur fress.
Hinn kötturinn var handsamaður við Egilsgötu. Hann er eldra fress en eins og hinn bröndóttur og blesóttur.
Eigendur þessara katta eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Sigurð Halldórsson í síma 868-1916 eða 435-1415. Einnig er hægt að hafa samband við Björgu Gunnarsdóttur í síma 868-0907.