
Þemað er Hvað býr í fjöllunum og meðal viðfangsefna eru örlög Fjalla-Eyvindar og Höllu auk fyrrnefndarar sögu um Hólmfríði og Lárus, en hún ku hafa fundist í flösku sem rak á Landeyjarsand fyrir nokkru. Margt fleira má sjá á sýningunni svo sem kort af Íslandi með merktum leiðum útilegumanna.
Hér er um einkar frjóa og skemmtilega sýningu að ræða hjá krökkunum og sköpunargleðin er í fyrirrúmi.
Skólastjóri og kennarar Varmalandsskóla eiga þakkir skilið fyrir að hafa komið sýningunni á framfæri við Safnahús.
Ljósmynd: Guðrún Jónsdóttir