Kátir krakkar í Safnahúsi Borgarfjarðar

mynd_GJKrakkar í útskriftarhópi frá leikskólanum Klettaborg voru glaðir í bragði þegar þeir komu til að skoða sýningu nemenda Varmalandsskóla í Safnahúsi Borgarfjarðar. Mest þótti þeim til um stóra fjallið með fossinum, þar sem útilegumaðurinn Fjalla-Eyvindur bjó með fjölskyldu sinni af því hann var útilegumaður. Einnig má á sýningunni sjá ýmis konar fjöll og tröll auk þess sem lesa má skemmtilega …

Verndum þau – námskeið í Borgarnesi

Námskeið undir yfirskriftinni Verndum þau verður haldið í Borgarnesi þriðjudaginn 27. apríl. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem starfa með börnum og unglingum. Á námskeiðinu lærir fólk að þekkja einkenni ofbeldis og vanrækslu gegn börnum og hvernig bregðast skuli við ef grunur um slíkt kemur upp. Sjá auglýsingu hér.    

Hundur í óskilum – 04-21

Óskilahundur er í vörslu gæludýraeftirlitsmanns. Hann var handsamaður í nágrenni Grunnskólans í Borgarnesi. Hundurinn er svartur og brúnn á litinn. Hann er með svarta ól með silfurrönd um hálsinn, en ómerktur. Eigandi hundsins er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Sigurð Halldórsson í síma 868-1916 eða 435-1415. Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu Borgarbyggðar í síma 433-7100 / …

Lausar stöður við Grunnskólann í Borgarnesi 2010

Við Grunnskólann í Borgarnesi eru lausar til umsóknar kennarastöður, meðal kennslugreina eru heimilisfræði, almenn kennsla og erlend tungumál. Í skólanum er unnið eftir hugmyndafræði uppeldisstefnunnar „Uppeldi til ábyrgðar“, skólinn er „grænfánaskóli“ og er einnig virkur þátttakandi í þróunarverkefninu „Borgarfjarðarbrúin“. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við skólastjóra, Kristján Gíslason (kristgis@grunnborg.is ), í síma 437-1229 eða 898-4569 og fá þannig …

Fjölskylduskemmtun í Logalandi

Yngri deild Ungmennafélags Reykdæla stendur fyrir fjölskylduskemmtun í Logalandi á Sumardaginn fyrsta þann 22. apríl. Skemmtunin hefst kl. 14.00 og lýkur kl 17.00. Það verður frítt inn fyrir börn á leikskólaaldri, 500 kr. fyrir sex til fjórtán ára og 750 kr. fyrir fimmtán ára og eldri. Boðið verður uppá skemmtun og leiki fyrir alla fjölskylduna og grillaðar verða pylsur um …

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra, verða afhent í 15. sinn við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu þriðjudaginn 1. júní kl. 15.00. Heimili og skóli – landssamtök foreldra óska eftir tilnefningum til Foreldraverðlauna 2010 frá einstaklingum, félögum eða hópum sem vilja vekja athygli á vel unnum verkefnum, sem stuðla að eflingu skólastarfs og jákvæðu samstarfi heimila, skóla og samfélagsins. Tilnefningar …

Félagsmiðstöðin Óðal 20 ára

Félagsmiðstöðin Óðal fagnar 20 ára afmæli sínu núna í vikunni og verður mikið um dýrðir. Aðalmálið er að unglingar sem hafa verið í starfi í Óðali síðustu 20 ár og þykir vænt um starfið sem þar hefur verið unnið mæti á afmælisviðburði til að sýna sig og sjá aðra.   Sameiginleg afmælisnefnd sem skipuð var úr stjórn nemendafélags GB og …

Ársskýrsla byggingafulltrúa

Hjá framkvæmdasviði Borgarbyggðar er nú komin út ársskýrsla byggingafulltrúa fyrir árið 2009. Skýrsluna má skoða hér.