Borgarafundur félagsmálaráðherra í kvöld

Skuldastaða heimilanna, aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að létta greiðslubyrði og fyrirhugaðar leiðréttingar á höfuðstóli erlendra bílalána eru á meðal þess sem Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra kynnir á borgarafundi í Mennta og Menningarhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 54, í kvöld fimmtudaginn 3. júní kl 20.30-22.00. Í upphafi fundar flytur ráðherra stutta kynningu þar sem lausnir á skuldavanda fólks eru settar fram á einfaldan og …

Borgfirðingabók að koma út

Áhugaverð bók um líf, störf og náttúru í Borgarfirði   Borgarfjörður_gjBorgfirðingabók, ársrit Sögufélags Borgarfjarðar 2010 fer að koma út. Borgfirðingabók er hlaðin gömlum og nýjum frásögnum og heimildum sem áhugafólk um sögu og þjóðlegan fróðleik má ekki láta framhjá sér fara. Í bókinni eru stuttir og fróðlegir kaflar eftir fjölmarga höfunda, skemmtileg lesning fyrir borgfirðinga og aðra lestrarhesta. Áhugasamir um …

Kennari í upplýsingatækni

Varmalandsskóli auglýsir eftir kennara í upplýsingatækni í 35% starf fyrir næsta skólaár. Umsóknarfrestur er til 13. júní næstkomandi. Upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastóri Varmalandsskóla, inga@varmaland.is, s:430-1504/8479262.  

Útstrikanir á framboðslistum í Borgarbyggð

  Skv. lögum um kosningar til sveitarstjórna geta kjósendur breytt nafnaröð á þeim lista sem þeir kjósa eða strikað yfir nafn frambjóðanda ef kjósandinn vill hafna þeim frambjóðanda. Við sveitarstjórnarkosningarnar í Borgarbyggð 29. maí s.l. var nokkuð um að kjósendur nýttu þennan rétt sinn og strikuðu yfir nöfn ákveðinna frambjóðenda eða breyttu röð þeirra. Á A-lista var strikað yfir 15 …

Börn í 100 ár opnuð fyrir sumarið

Á morgun hefst sumaropnun sýningarinnar Börn í 100 ár, fastasýningar Safnahúss. Verður hún opin alla daga frá 13-18 fram til 1. september. Sýningin er hönnuð af Snorra Frey Hilmarssyni leikmyndateiknara og hefur hlotið mikið lof þeirra sem hana hafa séð, ekki síst fyrir frumlegt og óvenjulegt sjónarhorn á sögu Íslands á 20. öld þar sem hún er tengd lífi og …

Dúkkulísa í Logalandi – árshátíð Grunnskóla Borgarfjarðar

Leikhópurinn_áhs Árshátíð unglingadeildar Grunnskóla Borgarfjarðar verður haldin í Logalandi miðvikudaginn 2. júní kl 20.00. Nemendur munu sýna leikritið Dúkkulísa eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann í leikstjórn Ásu Hlínar Svavarsdóttur. Dúkkulísa er fremur opinskátt leikverk um unglinga í nútímasamfélagi á Íslandi sem verða að takast á við lífið í hinum ýmsu myndum. Verkið tengist forvarnarverkefni um barneignir unglinga sem m.a. var …

Úrslit sveitarstjórnarkosninganna í Borgarbyggð

Úrslit sveitarstjórnarkosninganna í Borgarbyggð voru þessi:   Á kjörskrá voru 2.491 og atkvæði greiddu 1.892 sem er 76% kjörsókn.   Atkvæði féllu þannig: A-listi Svartalistans fékk 110 atkvæði og engan mann kjörinn. B-listi Framsóknarflokksins fékk 456 atkvæði og 2 menn kjörna. D-listi Sjálfstæðisflokksins fékk 460 atkvæði og 3 menn kjörna. S-listi Samfylkingarinnar fékk 350 atkvæði og 2 menn kjörna. V-listi …

Fjórir sölustaðir stóðust sígarettuprófið – einn féll

Samstarfshópur um forvarnir í Borgarbyggð stóð í gær fyrir skyndikönnun á sölu á tóbaki til ungmenna undir 18 ára aldri. Unglingar undir lögaldri fóru á fimm staði í Borgarnesi og báðu um sígarettupakka. Í verslun Hyrnunnar, afgreiðslustöðum N1, Shell og Olís var unglingunum neitað um afgreiðslu, en í Samkaup voru sígaretturnar afgreiddar. Enginn þeirra sem vann við tóbaksafgreiðslu var undir …

Kjördeildir í Borgarbyggð 2010

AUGLÝSING UM SKIPAN Í KJÖRDEILDIR Í BORGARBYGGÐ Við sveitarstjórnarkosningar laugardaginn 29. maí 2010 er skipan í kjördeildir í Borgarbyggð sem hér segir: Borgarneskjördeild í Menntaskólanum í Borgarnesi Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Langár og Gljúfurár. Kjörfundur hefst kl. 9.00 og lýkur kl. 22.00 Lindartungukjördeild í félagsheimilinu Lindartungu Þar kjósa íbúar í fyrrum Kolbeinsstaðahreppi. Kjörfundur hefst kl. 12.00 og lýkur …

Nafn á nýja skólann

Undanfarnar vikur hefur verið unnið af fullum krafti að sameiningu Varmalandsskóla og Grunnskóla Borgarfjarðar. Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri Varmalandsskóla hefur verið ráðin skólastjóri hins nýja skóla og tók hún til starfa um miðjan apríl. Finna þarf skólanum nafn og hafa skólaráð leitað til nemenda og foreldra barna við skólana eftir hugmyndum. Nú hefur sveitarstjórn ákveðið að framlengja frestinn til að …