
Í upphafi fundar flytur ráðherra stutta kynningu þar sem lausnir á skuldavanda fólks eru settar fram á einfaldan og myndrænan hátt. Að því loknu mun hann svara spurningum og hlusta á hugmyndir frá fólki í þessum málaflokki og bregðast við þeim.
Fundurinn í Borgarbyggð er sá níundi í röð borgarafunda sem félagsmálaráðherra heldur víðs vegar um landið nú í vor. Á fundunum er farið yfir leiðir og raunveruleg dæmi sem sýna hvernig fólk í miklum skuldavanda hefur fengið gjaldfrest, lægri greiðslubyrði eða niðurfellingu skulda með því að nýta sér úrræði sem eru í boði.
Bætt löggjöf um skuldaaðlögun er skýrð út, svo og hlutverk nýs embættis umboðsmanns skuldara sem mun vinna með hag skuldara að leiðarljósi. Lögfræðingur og ráðgjafi frá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna eru með í för og verða til viðtals á fundinum.
Fundarstjóri er Sveinn G. Hálfdánarson, fyrrverandi formaður Stéttarfélags Vesturlands