Starf fjármálafulltrúa laust til umsóknar

Starf fjármálafulltrúa á skrifstofu Borgarbyggðar er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 31. maí n.k.     Helstu verkefni fjármálafulltrúa eru: Umsjón með fjármálum sveitarfélagsins Gerð greiðsluáætlana Samskipti við bankastofnanir Gerð fjárhagsáætlana og eftirfylgni með þeim Umsjón með innheimtu Umsjón með innkaupum   Hæfniskröfur: Menntun sem nýtist í starfinu en góð reynsla af sambærilegu starfi kemur einnig til greina Þjónustulund, …

Forvarnafundur í Þinghamri

Þriðjudagskvöldið 17. maí kl. 20:00 verður haldinn fræðslufundur fyrir foreldra barna og ungmenna í Borgarbyggð. Fundurinn verður haldinn í Þinghamri. Hliðstæður fundur var haldinn í Borgarnesi í apríl.   Á dagskrá fundarins verða: 1. Vísbendingar um kannabisnotkun, neyslutól og fíkniefnahundurinn Tíri 2. Cannabis- efni, áhrif og afleiðingar 3. Forvarnir – hvaða leiðir hafa skilað árangri? 4. Umræður. Foreldrum er bent …

Sumarlesturinn kynntur í Safnahúsi

Þessar vikurnar er mikið um að vera á héraðsbókasafninu en þar standa yfir kynningar á sumarlestrinum sem verður í ár frá 10. júní til 10. ágúst. Kennarar í Grunnskólanum í Borgarnesi eru duglegir að koma með nemendur sína í kynningu á verkefninu hjá Sævari Inga Jónssyni héraðsbókaverði og eru nemendurnir þaðan alls um hundrað talsins. Í gærmorgun komu um 30 …

Málþing um málefni innflytjenda

Opið alþjóðlegt málþing um málefni innflytjenda verður haldið í Menntaskóla Borgarfjarðar næstkomandi miðvikudag kl. 9:00-12:00. Þátttakendur verða m.a. kennarar og nemendur sem sækja Borgarfjörð heim vegna Comeniusarverkefnisins “Migration and cultural influences”. Málþingið hefst með þremur erindum en að þeim loknum verður svokallað þjóðfundaform, rædd verða þemu á þjóðfundarborðum og niðurstöðum skilað í lok fundar. Málþingið fer fram á ensku og …

Gæsla fyrir börn fædd 2001 – 2004

Í gær, mánudag, rann út frestur til að skrá grunnskólabörn í gæslu í júnímánuði. Aðeins hafa borist tvær skráningar og því er skráningarfrestur framlengdur um viku. Um er að ræða gæslu sem verkstjórar og nemendur vinnuskólans verða með fyrir börn fædd 2001-2004. Starfsemin verður í Óðali og mun byggjast á inni- og útileikjum og vettvangsferðum. Tímabilið er frá og með …

Starf félagsráðgjafa

Félagsráðgjafi óskast til starfa við félagsþjónustu Borgarbyggðar. Helstu verkefni: félagsleg ráðgjöf, barnavernd, þjónusta við fatlaða, fyrirbyggjandi starf. Við leitum að einstaklingi með starfsréttindi í félagsráðgjöf sem er tilbúinn til að taka frumkvæði sem getur sýnt sjálfstæði í vinnubrögðum sem býr yfir lipurð í mannlegum samskiptum Borgarbyggð býður upp á fjölbreytt verkefni á sviði velferðarmála svigrúm til nýrra verkefna og vinnubragða …

“Séra Magnús” – ný sýning í Safnahúsi

Föstudaginn 13. maí næstkomandi verður opnuð ný sýning í Safnahúsi í tilefni af 50 ára afmæli Héraðsskjalasafnsins. Sýningin hefur hlotið heitið Séra Magnús og er um ævi Magnúsar Andréssonar (1845-1922) sem bjó á Gilsbakka í Hvítársíðu frá árinu 1881, ásamt sinni mætu konu Sigríði Pétursdóttur. Séra Magnús var m.a. alþingismaður Mýramanna um margra ára skeið og kom þar að mótun …

Viðhald og verðmæti fasteigna

Námskeið um viðhald og verðmæti fasteigna verður haldið í sal Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands í Borgarnesi, miðvikudaginn 11. maí kl. 15.00 – 18.30. Námskeiðið er öllum opið og aðgangur er ókeypis. Sjá auglýsingu hér.  

Bætt fjárhagsstaða Borgarbyggðar

Ársreikningur Borgarbyggðar fyrir árið 2010 var lagður fram til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar þann 28. apríl sl. en seinni umræða verður á sveitarstjórnarfundi þann 12. maí nk. Niðurstaða ársreikningsins ber með sér að rekstur Borgarbyggðar er að nýju kominn á réttan kjöl eftir áföll kreppunnar haustið 2008. Heildartekjur sveitarsjóðs og B-hluta fyrirtækja á árinu 2010 voru 2.363 milljónir en …

Frumkvöðull ársins 2010

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi óska eftir tilnefningum um einstaklinga/fyrirtæki sem skara fram úr í þróun nýrrar vöru, þjónustu eða viðburða í landshlutanum.   Dugnaður og frumkvæði eru mikilvægir eiginleikar ekki síst í smáum samfélögum. Þessir eiginleikar jafnvel fárra einstaklinga geta skipt sköpum um það hversu lífvænlegt er að búa í hinum dreifðu byggðum landsins.   Í ljósi breyttra efnahagslegra forsenda …