Opið alþjóðlegt málþing um málefni innflytjenda verður haldið í Menntaskóla Borgarfjarðar næstkomandi miðvikudag kl. 9:00-12:00. Þátttakendur verða m.a. kennarar og nemendur sem sækja Borgarfjörð heim vegna Comeniusarverkefnisins “Migration and cultural influences”.
Málþingið hefst með þremur erindum en að þeim loknum verður svokallað þjóðfundaform, rædd verða þemu á þjóðfundarborðum og niðurstöðum skilað í lok fundar. Málþingið fer fram á ensku og eru allir velkomnir.