Klettaborg auglýsir eftir leikskólakennara

Leikskólinn Klettaborg er 3ja deilda leikskóli fyrir börn frá 18 mánaða – 6 ára. Megináhersluatriði leikskólans eru samskipti, skapandi starf og nám án aðgreiningar. Leikskólinn Klettaborg vinnur að innleiðingu leikskólalæsis og er frumkvöðla leikskóli í heilsueflingu. Um er að ræða 93,75 % stöðu, út næsta skólaár. Umsækjendur þurfa að hafa lokið námi leikskólakennara eða hafa aðra sambærilega uppeldismenntun. Karlar jafnt …

Hreinsað til við slökkvistöðina á Sólbakka

Bjarni Þorsteinsson slökkviliðsstjóri eyddi síðustu helgi í tiltekt og fegrun við slökkvistöðina á Sólbakka í Borgarnesi. Bjarni fyllti marga ruslapoka en mikið hefur fokið til af rusli og drasli í vetur. Þá hefur hann sáð og plantað trjám á baklóð stöðvarinnar. Bjarni vonast til að aðrir starfsmenn og íbúar Borgarbyggðar taki sér þetta framtak til fyrirmyndar og hreinsi og fegri …

Árangur íbúa Borgarbyggðar í flokkun úrgangs í apríl 2012

Komið er á heimasíðuna yfirlit yfir árangur sorpflokkunnar íbúa Borgarbyggðar í apríl 2012. Á síðunni ,,Yfirlit yfir árangur flokkunar úrgangs innan Borgarbyggðar” má einnig sjá árangurinn í janúar, febrúar og mars 2012 og síðan hlutfall og magn úrgangs fyrir allt árið 2011.  

Betri Borgarfjörður – Hreinsunarátak í uppsveitum

Framfarafélag Borgfirðinga og Umhverfissvið Borgarbyggðar gangast fyrir hreinsunarátaki í uppsveitum Borgarfjarðar um næstu helgi; 25.-27. maí. Borgfirðingar eru hvattir til að safna rusli í poka og koma því á næstu gámastöð. Þátttakendur geta sótt poka í Hönnubúð í Reykholti eða á Hverinn á Kleppjárnsreykjum sér að kostnaðarlausu. Lagt er í hendur íbúa sjálfra að skipuleggja átakið að öðru leyti, þannig …

Nýr aðstoðarleikskólastjóri við Ugluklett

ElínElín Friðrikssdóttir hefur verið ráðin nýr aðstoðarleikskólastjóri við leikskólann Ugluklett og mun hún taka til starfa 1. ágúst næstkomandi. Hún mun jafnframt taka að sér starf sérkennslustjóra. Margrét Halldóra sem gegnt hefur þessari stöðu er á förum til Danmerkur ásamt fjölskyldu sinni.      

Pottarnir lokaðir þessa viku

Vegna viðgerða á heitu pottunum við sundlaugina í Borgarnesi verða þeir lokaðir þessa viku. Sundlaug og önnur aðstaða í íþróttamiðstöðinni verða opin samkvæmt venju en opið er virka daga frá kl. 6.30 til 22.00 og kl. 9.00 til 18.00 laugardaga og sunnudaga.  

Hestur í óskilum

Ungur hestur er í óskilum á bænum Valbjarnarvöllum. Þetta er steingrátt tveggja vetra tryppi með hring í auga. Eigandinn hefur ekki fundist þrátt fyrir nokkra eftirgrennslan. Þeir sem kannast við hrossið eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Sigurjón á Valbjarnarvöllum í síma 895 0787 eða Halldór Sigurðsson í síma 892 3044.   Eigandi hestsins er fundinn.  

Útboð á skólaakstri

Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í skólaakstur við grunnskólana í Borgarbyggð og akstur í tómstundastarf skólaárin 2012-2013, 2013-2014, 2014-2015 og 2015-2016. Um er að ræða skólaakstur að fjórum starfsstöðvum grunnskólanna í Borgarbyggð, samtals 19 leiðir. Gerður verður samningur um hverja leið fyrir sig. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, á skrifstofutíma. Tilboðum skal skilað á sama stað í lokuðu …

Laus störf hjá Grunnskóla Borgarfjarðar

Grunnskóli Borgarfjarðar óskar eftir áhugasömu fólki í eftirtalin störf: Við Kleppjárnsreykjadeild vantar: · Sérkennara · Umsjónarkennara á unglingastigi · Aðstoðarmatráð · Skólaliða. Starfið felst í daglegum þrifum á skólahúsnæði, gæslu og fl. Við Hvanneyrardeild vantar: Starfsmann í „Skólasel“. Starfið felst í að skipuleggja viðveru og vinna með nemendum í Selinu eftir að skóla lýkur til kl 16.00. Mikilvægt að umsækjendur …

Nýting vindorku skoðuð

Síðastliðið haust skipaði stjórn Borgarfjarðarstofu vinnuhóp um nýtingu vindorku í Borgarbyggð. Hlutverk hópsins var að vinna fýsileikakönnun á nýtingu vindorku í sveitarfélaginu. Á síðasta fundi Borgarfjarðarstofu var lögð fram skýrsla vinnuhópsins og er hún öllum aðgengileg hér á heimasíðunni. Í hópnum sátu þau Auður H. Ingólfsdóttir (Háskólinn á Bifröst), Sigtryggur V. Herbertsson (LbhÍ), Sigurður Guðmundsson og Unnsteinn Elíasson. Starfsmaður hópsins …