Klettaborg auglýsir eftir leikskólakennara

maí 24, 2012
Leikskólinn Klettaborg er 3ja deilda leikskóli fyrir börn frá 18 mánaða – 6 ára. Megináhersluatriði leikskólans eru samskipti, skapandi starf og nám án aðgreiningar. Leikskólinn Klettaborg vinnur að innleiðingu leikskólalæsis og er frumkvöðla leikskóli í heilsueflingu.
Um er að ræða 93,75 % stöðu, út næsta skólaár.
Umsækjendur þurfa að hafa lokið námi leikskólakennara eða hafa aðra sambærilega uppeldismenntun. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um.
Nauðsynlegt er að umsækjendur búi yfir:
· jákvæðni
· færni í mannlegum samskiptum
· frumkvæði
· sjálfstæði
· skipulögðum vinnubrögðum
Vakin er athygli á því að ef ekki fást leikskólakennarar kemur til greina að ráða annað háskólamenntað fólk eða leiðbeinendur.
Umsóknarfrestur er til 29. maí n.k. og þurfa umsóknir að berast til leikskólastjóra. Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg Hjaltadóttir leikskólastjóri í síma 437-1425 eða á netfanginu gudbjorg@borgarbyggd.is
 
 

Share: