Bílabón og þrif

Fjáröflun níunda bekkjar Laugardaginn 27. október býður níundi bekkur Grunnskólans í Borgarnesi upp á þrif og bón á bílum. Þau verða í húsnæði Límtré – Vírnets í Borgarnesi frá kl. 9.00 – 16.00. Ódýr og góð þjónusta. Bón og þvottur á heimilisbílnum kostar kr. 6.000 og alþrif kr. 8.000, sendibílar o.þ.h. kr. 10.000. Hægt er að koma beint á staðinn …

Starfsfólk óskast í félagslega liðveislu í Borgarbyggð

Markmið liðveislu er að efla viðkomandi til sjálfshjálpar, veita honum persónulegan stuðning og aðstoð sem miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, svo sem aðstoð til að njóta menningar og félagslífs. Við erum að leita eftir hressum einstaklingum, 18 ára og eldri. Sveigjanlegur vinnutími. Laun skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga. Umsóknir sendist á netfangið gudrunkr@borgarbyggd.is eða á skrifstofu Borgarbyggðar Borgarbraut …

Sóknarfæri á Vesturlandi – kynningarfundir

Viltu bæta reksturinn og auka þekkingu á gerð viðskiptaáætlana? Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi bjóða fulltrúum starfandi fyrirtækja og einstaklingum með viðskiptahugmyndir á kynningarfund. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 16. október í Símenntunarmiðstöðinni að Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi og hefst kl. 09.00. Lesið meira hér.  

Auglýsing um skipan í kjördeildir í Borgarbyggð

Við þjóðaratkvæðagreiðslu laugardaginn 20. október 2012 er skipan í kjördeildir í Borgarbyggð sem hér segir:   Borgarneskjördeild í Hjálmakletti (menntaskólanum) í Borgarnesi Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Langár og Gljúfurár. Kjörfundur hefst kl. 9,oo og lýkur kl. 22,oo   Lindartungukjördeild í félagsheimilinu Lindartungu Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Hítarár og Haffjarðarár. Kjörfundur hefst kl. 10,oo og lýkur kl. …

“Geðveik helgi” á Ísafirði

Húsráð Óðals lagði leið sína á Ísafjörð um síðustu helgi til að taka þátt í landsmóti Samfés sem þar var haldið. Unglingar fylltu bæinn á Ísafirði þessa helgi og tóku krakkarnir þátt í ýmsum smiðjum. Okkar krakkar tóku m.a. þátt í útieldun, ljósmyndun, kokkasmiðju, skartgripagerð, kertastjakagerð úr pappa og tie dye en það snýst um að lita og klippa til …

Skýrsla úttektarnefndar Orkuveitu Reykjavíkur kynnt

Á aðalfundi Orkuveitu Reykjavíkur 23. júní 2011 var samþykkt að láta fram fram óháða „úttekt á stöðu og rekstri Orkuveitu Reykjavíkur með það fyrir augum að draga fram með skýrum hætti orsakir þeirrar fjárhagslegu stöðu sem fyrirtækið hefur ratað í.“ Í úttektarnefnd voru skipuð þau Ása Ólafsdóttir hrl., Margrét Pétursdóttir löggiltur endurskoðandi og Ómar H Kristmundsson prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ.Skýrsla …

Endurreikningi afsláttar á fasteignaskatti lokið

Samkvæmt reglum Borgarbyggðar eiga tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar sem eiga lögheimili í Borgarbyggð rétt á afslætti af fasteignaskatti. Afslátturinn nær til íbúðarhúsnæðis sem viðkomandi býr sjálfur í. Afslátturinn ræðst af tekjum undanfarins árs. Hann er reiknaður til bráðabirgða við álagningu fasteignagjaldanna, út frá öllum skattskyldum tekjum einstaklings eða hjóna/sambúðarfólks, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekjum samkvæmt síðasta skattframtali. Þegar afslátturinn var reiknaður …

Kjörskrá vegna Þjóðaratkvæðagreiðslu

Kjörskrá Borgarbyggðar vegna þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fer laugardaginn 20. október n.k. liggur frammi í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi frá og með 10. október 2012.   Þeim sem vilja koma að athugasemdum við kjörskrá er bent á að hafa samband við skrifstofustjóra Borgarbyggðar í síma 433-7100 eða í netfangið eirikur@borgarbyggd.is . Ef við á, getur sveitarstjórn gert leiðréttingu á …

Köttur í óskilum 2012-10-08

Gæludýraeftirlitsmaður Borgarbyggðar er með í geymslu hjá sér hvítan kött sem handsamaður var i Borgarnesi. Kötturinn er ómerktur og er ekki á skrá hjá Borgarbyggð.   Ef einhver kannast við að eiga þennan kött (sjá mynd) er viðkomandi vinsamlegast beðinn að hafa samband við skrifstofu Borgarbyggðar í síma 433-7100.