Bílabón og þrif

október 25, 2012
Fjáröflun níunda bekkjar
Laugardaginn 27. október býður níundi bekkur Grunnskólans í Borgarnesi upp á þrif og bón á bílum. Þau verða í húsnæði Límtré – Vírnets í Borgarnesi frá kl. 9.00 – 16.00. Ódýr og góð þjónusta. Bón og þvottur á heimilisbílnum kostar kr. 6.000 og alþrif kr. 8.000, sendibílar o.þ.h. kr. 10.000. Hægt er að koma beint á staðinn með bílinn í þrif eða panta tíma fyrirfram í síma 898 7548. Vönduð vinnubrögð!
 
 

Share: