Herferð gegn tóbaksnotkun

Á fundi tómstundanefndar Borgarbyggðar í vetur, var ákveðið að farið yrði í herferð gegn tóbaksnotkun í og við íþróttamannvirki sveitarfélagsins. Sett hafa verið upp plaköt í öllum íþróttahúsunum til að minna á bannið og auðvelda starfsfólki að fylgja því eftir. Mest ber á notkun munntóbaks en reykingar eru helst vandamál þegar viðburðir s.s. íþróttaleikir eru í húsunum. Bann við tóbaksnotkun …

Áfram hægt að sjá Ingiríði

Vegna afar góðrar aðsóknar á sýningu Safnahúss á upptöku af leikriti Trausta Jónssonar, Ingiríði Óskarsdóttur hefur verið ákveðið að lengja sýningartímabilið til 8. mars. Upptakan er frá sýningu leikdeildar Skallagríms á verkinu árið 1985 en þá hlaut leikritið rífandi aðsókn. Sýningar eru í Hallsteinssal alla virka daga kl. 16.00.    

Söfnun á rúlluplasti í Borgarbyggð 2013

Söfnun á rúlluplasti frá lögbýlum í Borgarbyggð árið 2013 fer fram eftirfarandi tímabil: 25. febrúar til 6. mars, 10. til 20. júní og 25. nóvember til 4. desember.   Sjá auglýsingu.  

Vinavika knattspyrnudeildar Skallagríms

Síðasta vikan í febrúar er vinavika knattspyrnudeildar Skallagríms. Þá geta þeir sem eru að æfa fótbolta boðið vini eða vinum sínum með á æfingar. Vinirnir þurfa ekki að borga æfingagjöld þá viku. Það eru allir vinir í fótbolta hjá Skallagrími. Sjá auglýsingu um vinavikuna hér

Samþykkt um búfjárhald i Borgarbyggð

Opinn umræðu- og kynningarfundur um drög að samþykkt um búfjárhald í Borgarbyggð verður haldinn í Hjálmakletti í Borgarnesi, þriðjudaginn 26. febrúar 2013 kl. 20.30. Hér undir má sjá drögin sem verða til umfjöllunar. Landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar mun fjalla um þær athugasemdir og ábendingar sem koma fram á fundinum á næsta fundi nefndarinnar sem haldinn verður í byrjun mars. Þau sem ekki …

Nýting afréttarlands á Bjarnadal

Á fundi fjallskilanefndar Borgarbyggðar þann 20. febrúar var ákveðið að halda opinn fund um afnot af afréttarlandi á Bjarnadal. Sjá fundargerð. Því er hér með boðað til almenns umræðu- og kynningarfundar um málið að Hraunsnefi þann 28. febrúar kl. 20.30.  

Styrkir úr Menningarsjóði Borgarbyggðar

Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Tilgangur hans er að efla menningu í Borgarbyggð og er sérstök rækt lögð við grasrót í menningarlífi. Lögð er áhersla á að styrkja einstaklinga og félagasamtök. Styrkir eru verkefnatengdir. Umsókninni fylgi sundurliðuð kostnaðarætlun fyrir verkefnið ásamt greinargerð. Fyrir árslok afhendist sjóðsstjórn skýrsla um nýtingu styrksins. Umsóknir skulu berast til Emblu …

Eigið eldvarnaeftirlit hjá Límtré – Vírnet

Frá slökkviðsstjóra:   Þann 4. febrúar s.l. undirrituðu þeir Bjarni K. Þorsteinsson slökkviliðsstjóri fyrir hönd slökkviliðs Borgarbyggðar og Aðalsteinn Símonarson fyrir hönd Límtré-Vírnets ehf. í Borgarnesi yfirlýsingu um samstarf slökkviliðsins og Límtré-Vírnets ehf. um eigið eldvarnaeftirlit fyrirtækisins.   Eftirlitið er þannig uppbyggt að skipaður er eldvarna- og öryggisfulltrúi innan fyrirtækisins sem hefur mánaðarlegt eftirlit með fyrirfram ákveðnum atriðum sem þurfa …

Kirkjugarðurinn í Borgarnesi

Almennur íbúafundur um kirkjugarðinn í Borgarnesi Borgarbyggð og Sóknarnefnd Borgarneskirkju boða til almenns íbúafundar um deiliskipulagstillögu og fyrirhugaðar framkvæmdir við kirkjugarðinn í Borgarnesi. Fundurinn verður haldinn í Hjálmakletti mánudaginn 25. febrúar næstkomandi, í stofu 101 og hefst kl. 20.00. Borgarbyggð og Sóknarnefnd Borgarneskirkju