Veljum í vinningslið!

Borgarbyggð auglýsir eftir áhugasömum íbúum til að taka þátt í Útsvari næsta vetur. Þeir sem hafa áhuga á að komast í lið Borgarbyggðar eru beðnir um að senda tölvupóst til fræðslustjóra á netfangið asthildur@borgarbyggd.is sem allra allra fyrst. Einnig má gjarnan senda tilnefningar á sama netfang.  

Frá Tómstundaskólanum í Borgarnesi

Tómstundaskólinn í Borgarnesi verður opinn fimmtudaginn 22. ágúst og föstudaginn 23. ágúst þrátt fyrir að setningu grunnskólans hafi verið frestað til 26. ágúst. Tómstundaskólinn verður opinn nemendum í 1.-4. bekk frá kl. 8.00-16.00, báða dagana. Skrá þarf börnin annað hvort hjá forstöðukonu, Jónínu Heiðarsdóttur á netfangið joninahe@grunnborg.is eða hjá ritara skólans Siggu Helgu, í síma 437-1229. Taka þarf fram hvaða …

100. fundur sveitarstjórnar

Fimmtudaginn 15. ágúst verður haldinn 100. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar. Af því tilefni verður fundurinn haldinn í hátíðasal fv. héraðsskólans í Reykholti.   Dagskrá fundarins er þessi: 1. Fundargerð sveitarstjórnar 13.06. ( 99 ) 2. Fundargerðir byggðarráðs 20.06., 27.06., 04.07., 18.07., 01.08. og 08.08 ( 273, 274, 275, 276, 277, 278 ) 3. Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar 05.07. ( 33 ) …

Líf og fjör í Safnahúsi Borgarfjarðar

Ævintýri fuglannaMikil aðsókn hefur verið að sýningum í Safnahúsi Borgarfjarðar það sem af er ári og líflegt hefur verið á bókasafninu í sumar. Sumarlesturinn er í fullum gangi og krakkar duglegir að skila inn bókatitlum. Í Safnahúsi eru nú þrjár sýningar, Börn í 100 ár, Ævintýri fuglanna og myndlistarsýning Tolla. Sýningar eru opnar alla daga frá 13.00-17.00 og bókasafnið er …

Íbúðalánasjóður – íbúðir til leigu í Borgarbyggð

Íbúðalánasjóður hefur auglýst þrjár íbúðir í Borgarnesi og tvær íbúðir á Hvanneyri til útleigu. Um er að ræða 2 og 4 herbergja íbúðir við Brákarbraut og 4 herbergja íbúð við Arnarklett í Borgarnesi og tvær 2 herbergja íbúðir við Sóltún á Hvanneyri.   Eignirnar eru auglýstar á http://fasteignir.visir.is/ og http://mbl.is/leiga/ og þar er hægt að sækja um þær með því …

Nýr stigi upp á Grábrók

Umhverfisstofnun hefur nú samið við byggingarfyrirtæki Eiríks J. Ingólfssonar um smíði nýs 103 þrepa stiga á Grábrók og mun fyrirtækið hefja þá smíði í haust. Þetta verður verðug viðbót við þá stiga sem fyrir eru á svæðinu og ferðamenn láta mjög vel af. Á undanförnum árum hefur byggingarfyrirtæki Eiríks smíðað fyrir Borgarbyggð alla stigana sem liggja upp á Grábrók. Auk …

Ný og falleg gönguleið verður stikuð í sumar

Umsjónarnefnd Einkunna samþykkti á fundi sínum í vor að hefja undirbúning á stikun tæplega 5 km gönguleiðar milli fólkvangsins Einkunna og Borgar á Mýrum auk viðbótarstígs að gömlu Kárastöðum. Fundist hefur falleg og skemmtileg gönguleið sem auðvelt er að stika og liggur hún um þurrasta hluta svæðisins. Næst verður farið í að gps mæla þá leið sem valin hefur verið …

Til gæludýraeigenda í Borgarbyggð

Kæru gæludýraeigendur Samkvæmt samþykkt Borgarbyggðar um hunda- og kattahald er skylt að skrá öll dýr þeirra tegunda í sveitarfélaginu að undanskildum þeim dýrum sem eru utan þéttbýlis á lögbýlum. Þetta á ekki að koma neinum á óvart því sendar hafa verið út tilkynningar að minnsta kosti tvisvar á ári til að minna á þetta. Skráning er forsenda þess að Borgarbyggð …

Tré, blómaker og holtagrjót á Kleppjárnsreykjum

Við veginn sem liggur heim að Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum hefur verið komið fyrir fjórum menningarborgarkerjum og stóru holtagrjóti á milli þeirra. Við enda svæðisins var síðan plantað nokkrum birkitrjám. Einar Steinþór Traustason sem sá um alla vélavinnuna þ.e. slétta svæðið, bæta í það möl, setja kerin á sinn stað og fylla þau að mold og flytja að staðnum holtagrjót …

Yllir milli aspa við gamla Sólbakkann

Ylli hefur verið plantað milli allra aspartrjánna við iðnaðarhverfið við gamla Sólbakkann. Þær koma með tímanum til með að fylla upp í opið neðst milli aspartjánna að sumarlagi og blómstra hvítum blómum vegfarendum vonandi til ánægjuauka.   HSS verktak sá um að grafa holurnar og flytja að hrossaskít og mold frá Bjarnhólum. Það var sumarstarfsmaðurinn Unnar Eyjólfur Jensson sem plantaði …