Stofnun vinnuhóps um framtíð Háskólans á Bifröst og Landbúnaðarháskóla Íslands

Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum 2. janúar að setja á stofn vinnuhóp um framtíð háskólanna í Borgarbyggð. Óskað verður eftir aðild fulltrúa frá Háskólanum á Bifröst, Landbúnaðarháskóla Íslands, Bændasamtökum Íslands og atvinnulífinu, auk þess sem fulltrúar frá sveitarfélaginu verða í hópnum. Verkefni hópsins er að leita allra leiða til að styrkja starfsemi Háskólans á Bifröst og Landbúnaðarháskóla Íslands með …

Nýárskveðja

Sveitarstjórn og starfsfólk Borgarbyggðar senda íbúum Borgarbyggðar og landsmönnum öllum bestu óskir um gleði og gæfuríkt nýtt ár og þakkar samskiptin á liðnu ári.  

Hinn guðdómlegi gleðileikur í Borgarnesi

Föstudaginn 27. desember, á þriðja dag jóla, verður jólasagan í alþýðustíl leikin í Hjálmakletti í Menntaskóla Borgarfjarðar. Ævintýrið hefst með athöfn í kirkjunni kl. 18,00 en þaðan verður blysför gengin að menntaskólanum í Borgarnesi þar sem sýningin hefst um kl. 19:00. Á leiðinni verður staðnæmst við Tónlistarskólann þar sem Theodóra Þorsteinsdóttir, Olgeir Helgi Ragnarsson, Sigríður Ásta Olgeirsdóttir og Hanna Ágústa …

Gleðileg jól

Jólakveðja Sveitarstjórn og starfsfólk Borgarbyggðar senda íbúum Borgarbyggðar og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða.  

Fréttatilkynning frá Óbyggðanefnd

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur, fyrir hönd íslenska ríkisins, afhent óbyggðanefnd kröfur sínar um þjóðlendur á svokölluðu svæði 8 vestur ‒ Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli. Óbyggðanefnd, sem er sjálfstæður úrskurðarnefnd á stjórnsýslustigi, kynnir nú þessar kröfur í þeim tilgangi að ná til þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta. Í stuttu máli er þjóðlendukröfum …

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Urðarfellsvirkjun – í landi Húsafells III.

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti 12. desember 2013 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Urðarfellsvirkjun í landi Húsafells III skv. 1.mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og umhverfisskýrslu, skv. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Skipulagssvæðið er vestast á jörðinni Húsafelli og felur deiliskipulagstillagan í sér virkjun Deildargils sem rennur í Hvítá, inntak og stífla verður ofarlega i Deildargili í …

Tillaga að deiliskipulagi fyrir verslunar- og þjónustusvæði í Húsafelli III.

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti 12. desember 2013 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir verslunar- og þjónustusvæði í Húsafelli skv. 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið tekur til 4,1 ha svæðis í Húsafelli III í Borgarbyggð. Deililskipulagstillagan felur í sér verslunar- og þjónustusvæði þar sem skilgreindar eru 3 lóðir; fyrir verslun- og þjónustu, hótel og sundlaugarsvæði. Á lóð hótels verður …

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Fossatún, verslunar- og þjónustusvæði

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti 12. desember 2013 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Fossatún, verslunnar- og þjónustusvæði skv. 1. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Svæðið sem tillagan tekur til afmarkast af gildandi deiliskipulagssvæði en stækkar til norðausturs um 0,3 ha. Í breytingunni felst breytt staðsetning byggingarreita fyrir gistiaðstöðu með 16 herbergjum í 4 húsum, tilfærslu byggingarreits fyrir þjónustuhús, …

Þegar Trölli stal jólunum

Undanfarið hefur 7. bekkur Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum æft leikgerð af „Þegar Trölli stal jólunum“. Ætlunin er að sýna leikritið á litlu jólunum í skólanum. Krakkarnir tóku forskot á sæluna á dögunum og lögðust í leikferð. Sýnt var á þremur stöðum í sveitarfélaginu, í grunnskólanum og leikskólanum Andabæ á Hvanneyri og leikskólanum Hnoðrabóli. Vel var tekið á móti leikurunum og …

Saga Borgarness

Borgarnes_gjBorgarbyggð hefur ráðið Egil Ólafsson sagnfræðing og blaðamann til að skrifa sögu Borgarness.Hann mun hefja störf í byrjun árs 2014. Áætlað er að bókin komi út vorið 2017, en þá verða liðin 150 ár frá því að Borgarnes fékk löggildingu sem verslunarstaður. Egill er alinn upp í Borgarnesi og síðar á Hundastapa á Mýrum. Eftir að hann lauk sagnfræðinámi hefur …