Bifrastarstyrkur Knattspyrnudeildar Skallagríms

Háskólinn á Bifröst og Knattspyrnudeild Skallagríms auglýsa eftir umsóknum um Bifrastarstyrk Knattspyrnudeildar Skallagríms. Í Bifrastarstyrknum felst að skólagjöld við Háskólann eru felld niður gegn því að leikmaðurinn leiki knattspyrnu með meistaraflokki Skallagríms á samningstímanum, sem er eitt skólaár eða samkvæmt nánara samkomulagi. Á umsókninni þarf að koma fram starfsferill, námsferill og knattspyrnuferill auk annarra þátta sem umsækjandi telur mikilvægt að …

Fræðslukvöld í Hjálmakletti

Þriðjudagskvöldið 18. febrúar kl. 20.30 verður fræðslukvöld fyrir foreldra í Hjálmakletti, sal Menntaskóla Borgarfjarðar. Eftirtaldir aðilar verða með erindi, deila þekkingu sinni og svara spurningum foreldra: Með glimmer á rassinum Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri og handritshöfundur stuttmyndarinnar „Fáðu já“ deilir reynslu sinni af því að spjalla við þúsundir unglinga um klám, kynlíf, ofbeldi og internetið – og hvers vegna það …

Leikskólinn Andabær – matráður

Laust er til umsóknar starf matráðs í leikskólanum Andabæ, Hvanneyri. Leikskólinn Andabær er heilsuleikskóli og þarf matráður að starfa í anda heilsustefnunnar.   Helstu verkefni og ábyrgð: Matráður ber ábyrgð á matseld, matseðlagerð, innkaupum, skipulagningu og framkvæmd starfsins í eldhúsinu í samvinnu við leikskólastjóra. Auk þess sér matráður um þvotta. Hæfniskröfur: Góð þekking á næringarfræði og hollustufæði fyrir börn á …

Starfsfólk Uglukletts á faraldsfæti

Í gær var skipulagsdagur í Leikskólanum Uglukletti og starfsfólkið brunaði í höfuðborgina og skoðaði útideild frá Leikskólanum Víðivöllum sem staðsett er í Kaldárseli. Eftir hádegi var haldið í Laugardalinn á námskeið í útikennslu barna hjá Náttúruskóla Reykjavíkur. Lærdómsríkur og yndislegur dagur þar sem starfsfólk leikskólans fékk margar góðar hugmyndir til að þróa áfram í útikennslunni á Uglukletti.Myndin af hópnum er …

Menningarsjóður Borgarbyggðar – 2014-02-11

Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum Tilgangur hans er að efla menningu í Borgarbyggð og er sérstök rækt lögð við grasrót í menningarlífi. Lögð er áhersla á að styrkja einstaklinga og félagasamtök. Styrkir eru verkefnatengdir. Umsókninni fylgi sundurliðuð kostnaðarætlun fyrir verkefnið ásamt greinargerð. Fyrir árslok afhendist sjóðsstjórn skýrsla um nýtingu styrksins. Umsóknir skulu berast til Emblu …

112 dagurinn – 2014

Viðbragðsaðilar í Borgarfirði verða með sýningu á tækjum og búnaði þriðjudaginn 11. febrúar kl. 16.00 og 18.00 við Nettó í Borgarnesi. Rauði krossinn verður með kynningu á skyndihjálparappi RKÍ og býður fólki að taka skyndihjálparpróf á netinu. Björgunarsveitirnar sýna búnað sinn. Slökkviliðið og sjúkrabílar verða á staðnum. Lögreglan sýnir tæki og búnað. Allir eru hvattir til að koma og kíkja …

Leikur að litum – sýning í Safnahúsi

Laugardaginn 8. febrúar opnaði ný sýning í Hallsteinssal í Safnahúsi Borgarfjarðar, málverkasýning frístundamálarans Jóhönnu L. Jónsdóttur. Jóhanna var forstöðukona Listasetursins Kirkjuhvols á Akranesi í mörg ár og átti mikinn þátt í uppbyggingu þess. Hún nam flísamálun hjá Tessera Designs í London á árunum 1986-1995 og stundaði nám við Myndlistaskóla Mosfellsbæjar árið 2010. Þetta er fjórða einkasýning Jóhönnu, en hún hefur …

Breytingar á sorphirðu framundan

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur ákveðið að breyta skipulagi sorphirðu í sveitarfélaginu í samræmi við tillögur starfshóps frá því í mars 2013. Þá verður sorphirða í þéttbýli og dreifbýli með sambærilegum hætti.   Breytingarnar verða í grófum dráttum eftirfarandi: – Öll heimili í dreifbýli fá tunnu fyrir almennan úrgang í júní 2014. Úrgangur úr henni verður hirtur á tveggja til þriggja vikna …

Fróðleiksfundur um skattamál

Fimmtudaginn 6. febrúar, heldur KPMG í Borgarnesi fróðleiksfund um skattamál ferðaþjónustunnar. Fundurinn verður haldinn að Bjarnarbraut 8, neðri hæð í húsnæði Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands og byrjar kl. 16.00. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti frá kl. 15.45. Þátttaka er án endurgjalds.