Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum

Alma ÓmarsdóttirÞriðjudaginn 11. marsflytur Alma Ómarsdóttir fyrirlestur um vinnuheimilið, sem starfrækt var á Kleppjárnsreykjum í Reykholtsdal á heimsstyrjaldarárunum 1941-1942. Fyrirlesturinn verður í Hátíðarsal Snorrastofu í Reykholti og hefst kl. 20.30. Alma lauk á sínum tíma meistaragráðu í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands og hafði samskipti stúlkna við erlenda hermenn á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar á Íslandi að viðfangsefni og hvernig …

Hjálparsími Rauða krossins – 1717

Hálparsíminn sem úrræði í íslensku samfélagi Þegar mikið mæðir á og fólk hefur engan til að tala við um sín hjartans mál í trúnaði er Hjálparsími Rauða krossins ætíð til staðar. Hjálparsíminn hefur staðið vaktina fyrir þá sem líða illa frá árinu 2004 og eru þrautþjálfaðir sjálfboðaliðar hans alltaf á vaktinni og tilbúnir að veita sálræna aðstoð og upplýsingar um …

“Ert’ ekki að djóka (elskan mín)? – frumsýning í Logalandi

Beit helvítið hann Sighvatur?Undanfarnar vikur hafa félagar í Ungmennafélagi Reykdæla æft revíuna Ert´ekk´að djóka (elskan mín)? eftir Bjartmar Hannesson kúabónda og söngvaskáld frá Norðurreykjum í Hálsasveit. Leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson. Revían gerist að miklu leyti á ferðaþjónustubænum Efri-Bæ, þar sem sjaldnast er einhver lognmolla. Einnig er litið við í fjósinu á Neðri-Bæ þar sem eftirlitsmaður frá þannig eftirlitsstofnun kemur og …

Kjördagur sveitarstjórnarkosninga

Innanríkisráðuneytið hefur auglýst formlega kjördag sveitarstjórnarkosninganna í vor og er hann ákveðinn laugardaginn 31. maí næstkomandi. Þá hefur kosningavefur ráðuneytisins, kosning.is, verið uppfærður og verða þar birtar hvers kyns fréttir og tilkynningar er varða kosningarnar. Einnig eru almennar upplýsingar á nokkrum erlendum tungumálum.   Hér að neðan má sjá auglýsingu um sveitarstjórnarkosningarnar:   Sveitarstjórnarkosningar 2014 Á grundvelli 1. mgr. 1. …

“Nótan” í Hjálmakletti

Sameiginlegt vekefni Tónlistarskóla á Íslandi kallast “Nótan” og er uppskeruhátíð skólanna. Nemendur frá tónlistarskólum á Vesturlandi, Vestfjörðum og Húnaþingi vestra halda tónleika í Hjálmakletti 8. mars næstkomandi kl. 13.30. Þátttakendur koma frá 10 tónlistarskólum að þessu sinni. Flutt verða fjölbreytt verk úr ýmsum áttum. Nemendur í grunn- mið- og framhaldsstigi koma einnig fram og í lok tónleikanna fá nemendur viðurkenningu …

Fundur byggðarráðs nr. 300

Í dag var haldinn 300. fundur byggðarráðs Borgarbyggðar og í tilefni þessara tímamóta var breytt út af venjunni og fundurinn haldinn í Ásgarði á Hvanneyri. Á fundinum var m.a. farið yfir þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á vegum sveitarfélagsins á árinu og samþykkt starfsáætlun í atvinnu-, markaðs og menningarmálum. Á meðfylgjandi mynd er byggðarráðið ásamt starfsmönnum og Ágústi Sigurðssyni rektor …

Íbúafundur um skipulagsmál

Þriðjudaginn 4. mars verður haldinn íbúafundur um skipulagsmál í Hjálmakletti í Borgarnesi og hefst hann kl. 20,00. Á fundinum verður kynning á tillögu að nýju deiliskipulagi í gamla miðbænum í Borgarnesi. Þá verða einnig kynntar framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru árið 2014 varðandi stígagerð við svokallaðan “söguhring” í neðri bænum í Borgarnesi. Einnig verða kynntar framkvæmdir við Borgarneshöfn sem eru á …

Berjumst gegn kynbundnu ofbeldi

Zontaklúbbur Borgarfjarðar boðar til hádegisfundar, laugardaginn 8. mars, á veitingastaðnum Gamla Kaupfélaginu á Akranesi, frá kl. 12.00-14.00. Regína Ástvaldsdóttir bæjarstjóri á Akranesi flytur ávarp. Anna Lára Steindal verkefnastjóri í mannréttindamálum og Rosmary Atieno frá Kenía ræða um hvernig hjálparsamtökin Tears Children í Got Agulu vinna að því að bæta aðstæður fólks í einum fátækasta hluta Kenía. Amal Tamimi, framkvæmdastjóri Jafnréttishúss …

Lokað vegna framkvæmda við íþróttamiðstöð

  Vegna framkvæmda við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi verða útisvæðið og sundlaugin lokuð frá og með mánudeginum 3. mars til fimmtudagsins 6. mars 2014 Sundlaugin opnar aftur föstudaginn 7. mars.    

Laust starf á skrifstofu Borgarbyggðar

Laust er til umsóknar starf afgreiðslufulltrúa á skrifstofu Borgarbyggðar. Helstu verkefni afgreiðslufulltrúa eru: · Símsvörun og mótttaka þeirra sem koma í ráðhúsið, gefa upplýsingar og leiðbeina varðandi starfsemi og þjónustu sveitarfélagsins · Umsjón með pósti og móttaka á greiðslum sem berast á skrifstofuna. · Sala á vörum sem seldar eru í afgreiðslu · Umsjón með ritfanga og pappírslager · Aðstoð …