Matjurtagarðar sumarið 2014

Íbúum Borgarbyggðar gefst kostur á að taka á leigu matjurtagarða í Borgarnesi til að rækta sitt eigið grænmeti í sumar. Matjurtagarðarnir eru í landi Gróðrastöðvarinnar Gleymérei. Boðið er upp á tvær stærðir garða, 15 m2 á kr. 4.148 og 30 m2 á kr. 5.880. Þeir sem hafa áhuga á að leigja sér matjurtagarð í Borgarnesi eru vinsamlegast beðnir að hafa …

Tökum til hendinni!

Frá Umhverfisnefnd Grunnskólans í Borgarnesi: Vikuna 4. – 10. maí hvetjum við íbúa, félagasamtök, stofnanir og fyrirtæki í Borgarnesi til að taka til hendinni og fegra nánasta umhverfi sitt s.s. að tína rusl, planta trjám, mála og dytta að eigum sínum. Þessa viku mun sveitarfélagið koma fyrir gámum þar sem íbúar geta losað sig við garðaúrgang sem fellur til. Gámarnir …

Hnoðraból – leikskólakennari

Við leikskólann Hnoðraból í Reykholtsdal eru lausar stöður leikskólakennara frá og með 1. júní og 7. ágúst n.k. Um er að ræða fulla stöðu leikskólakennara. Leikskólinn Hnoðraból er einnar deildar leikskóli. Þar eru að jafnaði 19 börn á aldrinum 18 mánaða til 5 ára og 6-7 starfsmenn. Menntunar- og hæfniskröfur leikskólakennara: • Leikskólakennaramenntun • Færni í mannlegum samskiptum • Sjálfstæð …

Göngum vel um – ruslið í tunnurnar!

                                  Krakkarnir í þriðja bekk í Grunnskólanum í Borgarnesi notuðu góða veðrið á síðasta vetrardag til að tína rusl í nágrenni skólans, íþróttahússins, hótelsins og víðar. Eins og sést á myndinni fundu krakkarnir mjög mikið af rusli. Þau vilja minna alla á að setja …

Kynningarfundur vegna breytinga á aðalskipulagi

Kynningarfundur vegna breytinga á aðalskipulagi í Brákarey og breytinga á aðalskipulagi vegna sorpförgunar og efnistöku við Bjarnhóla í landi Hamars í Borgarnesi verður haldinn kl. 17:00 – 18:00, þriðjudaginn 29. apríl 2014 í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14. Skipulagsfulltrúi mun kynna bæði skipulögin.   Hér er hægt að sjá tillögu að breytingu á aðalskipulagi í Brákarey. Hér er hægt að sjá …

Opnun á inniaðstöðu Skotfélags Vesturlands

Frá Skotfélagi Vesturlands: Formleg opnun á inniaðstöðu Skotfélags Vesturlands í Brákarey verður sunnudaginn 27. apríl næstkomandi. Húsið opnar kl 13.30, formleg dagskrá hefst kl 14.00 og verður opið til kl 18.00. Í tilefni opnunar verður byssusýning með mörgum merkilegum byssum í eigu félagsmanna. Boðið verður upp á léttar veitingar, viljum við hvetja sem flesta til að mæt og fagna þessum …

Vinnuskóli Borgarbyggðar sumarið 2014

Vinnuskóli Borgarbyggðar óskar eftir umsóknum nemenda fyrir sumarið 2014 Vinnuskólinn er fyrir unglinga í 8. – 10. bekk og verður settur þriðjudaginn 3. júní n.k. kl. 9.00 í Félagsmiðstöðinni Óðali.   Vinnutímabil skólans verður 5 vikur á 7 vikna tímabili (hver og einn nemandi velur sínar vinnuvikur) eða frá 3. júní til og með 18. júlí 2014. Daglegur vinnutími er …

Landið sem þér er gefið – sýning í Safnahúsi

Sýning um Guðmund Böðvarsson Safnahús Borgarfjarðar boðar til hátíðardagskrár og opnunar sýningar um skáldið á Kirkjubóli á sumardaginn fyrsta þann 24. apríl. Þar mun Böðvar Guðmundsson segja frá föður sínumog nemendur Tónlistarskólans flytja tónlist við textaGuðmundar, að mestu frumsamda. Einnig verða sýnd myndverk sem nemendur í grunnskólum héraðsins hafa gert við texta skáldsins. Opnunardagskrá verður í salnum á neðri hæð …

Safnadagur á Vesturlandi

Fyrsti sameiginlegi safnadagurinn á Vesturlandi verður Sumardaginn fyrsta, þann 24. apríl. Söfn, sýningar og setur á Vesturlandi verða opin þennan dag og aðgangur verður ókeypis. Safnadeginum er ætlað að vekja athygli heimamanna og gesta þeirra á fjölbreyttu starfi safna, setra og sýninga í landshlutanum auk þess að efla sögu og menningartengda ferðaþjónustu. Nánari upplýsingar um opnunartíma á er að finna …

Aðalfundur Grímshússfélagsins

Frá stjórn Grímshússfélagsins: Aðalfundur Grímshússfélagsins verður haldinn í Alþýðuhúsinu í Borgarnesi miðvikudaginn 23. apríl og hefst kl. 20.00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, gengið verður frá samkomulagi við Borgarbyggð um húsið og hugmyndir um nýtingaráform og innanhúshönnun ræddar.