Skýrslur um málefni aldraðra og fatlaðra íbúa

Vakin er athygli á því að skýrsla vinnuhóps um þjónustu við aldraðra í Borgarbyggð og skýrsla um málefni fatlaðra í Borgarbyggð eru aðgengilegar á vef sveitarfélagsins. Skýrslu um þjónustu við aldraðra í Borgarbyggð má lesa hér. Skýrslu um málefni fatlaðra í Borgarbyggð má lesa hér.    

Matjurtagarðar Borgarbyggðar

Matjurtagarðar Borgarbyggðar verða ekki tilbúnir til afhendingar fyrr en eftir miðja næstu viku þar sem fyrri tæting getur ekki farið fram fyrr en um helgina og sú síðari í byrjun næstu viku. Samdægurs verða þá garðarnir afmarkaðir og merktir þeim sem hafa pantað garð. Starfsmaður Borgarbyggðar mun hafa samband við alla þá sem pantað hafa garð um leið og þeir …

Styrkur til Uglukletts – góð geðheilsa gulli betri

Stjórn Lýðheilsusjóðs hefur úthlutað styrkjum úr Lýðheilsusjóði fyrir árið 2014. Leikskólinn Ugluklettur í Borgarnesi fékk úthlutað 500.000 kr. til verkefnisins “Heilsueflandi leikskóli – Jákvæð sálfræði í leikskólastarfi”. Styrkinn á að nýta til að innleiða geðræktarkaflann í verkefninu Heilsueflandi leikskóli og til að auka enn frekar þekkingu á sviði Jákvæðrar sálfræði. Lýðheilsusjóður er á vegum Landlæknisembættisins.    

Framboðsfundir í Borgarbyggð

Framboðsfundir í Borgarbyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí n.k. verða haldnir á eftirtöldum stöðum:   Mánudaginn 19. maí kl. 20.30 í félagsheimilinu Lindartungu Þriðjudaginn 20. maí kl. 20.30 í félagsheimilinu Logalandi Miðvikudaginn 21. maí kl. 20.00 í Hjálmakletti í Borgarnesi Á fundunum verða öll framboð með framsögu. Að þeim loknum verða pallborðsumræður með fulltrúum framboðanna þar sem fundarmönnum gefst kostur á …

Laus störf fyrir háskólanema

Borgarbyggð auglýsir laus til umsóknar tvo störf sem ætluð eru háskólanemum. Skilyrði er að umsækjendur eigi lögheimili í Borgarbyggð og séu á milli anna í háskólanámi.   Sundlaugarvarsla í Hreppslaug (í samstarfi við Umf. Íslending) Ungmennafélagið Íslendingur leitar að einstaklingi til starfa sem sundlaugarvörður við Hreppslaug í Skorradal. Um er að ræða 100 % starf á tímabilinu 6. júní – …

Laust starf á Varmalandi

Starfsmann(kvk) vantar við íþróttamiðstöðina á Varmalandi, frá 6. júní til 17. ágúst. Um fullt starf er að ræða. Umsækjandi þarf að vera orðin átján ára, standast sundpróf og hafa lokið skyndihjálparnámskeiði. Nánari upplýsingar veitir Ingunn í síma 437 1444, netfang: ingunn28@borgarbyggd.is  

Umhverfisviðurkenningar 2014

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar mun veita umhverfisviðurkenningar í fjórum flokkum í ár. Íbúar eru hvattir til að senda inn tilnefningar um hverjir eigi að hljóta viðurkenningar í hverjum flokki. Vinsamlega sendið tilnefningar til Bjargar Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa í bréfi eða á netfangið bjorg@borgarbyggd.is fyrir 31. júlí 2014. Sjá auglýsingu hér. Hér má sjá verðlaunahafa undanfarinna ára.  

Leikskólinn Klettaborg fær styrk

Stjórn Lýðheilsusjóðs hefur úthlutað styrkjum úr Lýðheilsusjóði fyrir árið 2014.   Leikskólinn Klettaborg í Borgarnesi fékk úthlutað 500.000 kr. til verkefnisins: „Heilsueflandi leikskóli – gaman, saman“. Klettaborg er tilraunaleikskóli hjá Embætti Landlæknis fyrir heilsueflandi leikskóla og kemur styrkurinn sé vel í áframhaldandi starfi. Þetta er í annað sinn sem Klettaborg fær styrk úr sjóðnum.    

Umhverfisverkefni sumarið 2014

Hér vinstra megin til hliðar undir ,,þjónusta við íbúa” er búið að bæta við undirsíðu sem heitir ,,Umhverfisverkefni sumarið 2014″ Þar eru kynnt þau umhverfisverkefni sem íbúum er boðið að taka þátt í sumarið 2014. Fleiri verkefni eiga eftir að bætast við og verða þau auglýst sérstaklega hér á vefnum.  

Auglýsing um framboðslista í Borgarbyggð

Laugardaginn 10. maí rann út framboðsfrestur til sveitarstjórnarkosninga í Borgarbyggð sem haldnar verða 31. maí n.k. Yfirkjörstjórn bárust fjórir framboðslistar og hefur hún úrskurðað að öll framboðin séu gild. Framboðslistar bárust frá Framsóknarflokknum, Sjálfstæðisflokknum, Samfylkingunni og Vinstri hreyfingunni grænu framboði. Til að sjá nöfn frambjóðenda á listunum þarf að smella á meira B listi D listi S listi V listi …