Sorphirða úr nýjum tunnum í dreifbýli er ekki hafin þó tunnurnar séu komnar heim á hlað!

Dreifing á tunnum í dreifbýli Borgarbyggðar mun ljúka nú í vikunni. Það hefur tekið nokkuð lengri tíma en áætlað var að dreifa tunnunum. Þeir sem keyrðu út tunnurnar létu vita af því við afhendingu að ekki borgaði sig að byrja á því að henda úrgangi í almennu tunnuna fyrr en sorphirðudagatalið hefði borist. Auk þess kom í fréttablaði Borgarbyggðar áður …

Stofnun vaxtaklasa

Nýlega undirrituðu Borgarbyggð og Háskólinn á Bifröst samning þess efnis að Háskólinn taki að sér að vinna að stofnun vaxtaklasa fyrirtækja í Borgarbyggð. Í vaxtaklasanum verða einstaklingar og lítil sem stór fyrirtæki sem hafa áhuga og áform um fjárfestingar og/eða aukna starfsemi. Vaxtarklasinn verður vettvangur fyrir þessi fyrirtæki til að vinna saman og fá stuðning hvert af öðru. Borgarbyggð og …

Borgfirsk söfn og íslenski safnadagurinn

Söfnin tvö í Borgarfjarðarhéraði taka þátt í íslenska safnadeginum sem er næstkomandi sunnudag, 13. júlí. Í Safnahúsinu í Borgarnesi verður ókeypis aðgangur og leiðsögn og Landbúnaðarsafnið á Hvanneyri verður einnig með dagskrá á laugardeginum í tilefni af því að 125 ár eru síðan skólastarf hófst á Hvanneyri. Sjá má nánar á heimasíðu safnanna: www.safnahus.is og www.landbunadarsafn.is Nánar má sjá …

Sorphirða í dreifbýli

Síðastliðinn mánuð hefur verið unnið að því að keyra út tunnur í dreifbýlið og mun því ljúka í lok þessarar viku eða 11. júlí. Þá verður farið yfir alla afhendingarstaði og athugasemdir sem hafa borist og í næstu viku mun verða farið með tunnur heim að þeim bæjum sem hafa orðið útundan einhverra hluta vegna og einnig teknar þær tunnur …

Dagforeldrar óskast!

Dagforeldrar óskast til starfa á Bifröst og Hvanneyri. Á Bifröst er Háskólinn tilbúinn að leggja til húsnæði undir starfsemina. Vakin er athygli á því að starfsemi dagforeldra er leyfisskyld. Sótt er um leyfi hjá fræðslustjóra í Ráðhúsi Borgarbyggðar eða á netfangið asthildur@borgarbyggd.is . Nánari upplýsingar veitir Ásthildur í síma 433-7100. Upplýsingar má einnig nálgast hér: https://borgarbyggd.is/starfsemi/fraedslumal/dagforeldrar/  

Fjallhús í Borgarbyggð

GilsbakkaselNokkur fjallhús eru í Borgarbyggð. Flest eru þau notuð sem leitarmannaskálar á haustin en hægt er að fá gistingu fyrir einstaklinga og hópa á öðrum tíma. Húsin eru mismikið notuð enda aðgengi vegna staðsetningar misjafnt. Skálarnir á Arnarvatnsheiði og við Hítarvatn og Langavatn hafa t.d. notið mikilla vinsælda hjá göngu- og hestahópum. Hægt er að panta gistingu og fá upplýsingar …

Hnoðraból – leikskólakennari

Við leikskólann Hnoðraból í Reykholtsdal er laus staða leikskólakennara frá og með 7. ágúst n.k. Um er að ræða fulla stöðu leikskólakennara. Leikskólinn Hnoðraból er einnar deildar leikskóli. Þar eru að jafnaði 19 börn á aldrinum 18 mánaða til 5 ára og 6-7 starfsmenn. Menntunar- og hæfniskröfur leikskólakennara: • Leikskólakennaramenntun • Færni í mannlegum samskiptum • Sjálfstæð vinnubrögð • Skipulagshæfni, …

Brákarhátíð, litskrúðug og skemmtileg – en líka gagnleg

Það er ástæða til þess að þakka skipuleggjendum og undirbúningsaðilum að Brákarhátíðinni sem er að verða fastur liður hjá okkur í Borgarbyggð. Sá hópur sem að hátíðinni stendur og hefur staðið undanfarin ár hefur með krafti sínum og dug ýtt við okkur íbúum og fyrirtækjum til að skreyta í gulu, bláu og rauðu og ekki síst ýtt við okkur til …

Annar fundur nýkjörinnar sveitarstjórnar

Nýkjörin sveitarstjórn Borgarbyggðar kom í dag saman til síns annars fundar og þar var m.a. kosið í nefndir, ráð og stjórnir. Á fundinn mættu allir aðalmenn sveitarstjórnar og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.  

Rúlluplastssöfnun

Önnur rúlluplastssöfnun ársins sem fara átti fram á tímabilinu 10. – 24. júní hefur tafist af hálfu þjónustuaðila sveitarfélagsins til föstudagsins 27. júní.