Stofnun vaxtaklasa

júlí 14, 2014
Nýlega undirrituðu Borgarbyggð og Háskólinn á Bifröst samning þess efnis að Háskólinn taki að sér að vinna að stofnun vaxtaklasa fyrirtækja í Borgarbyggð.
Í vaxtaklasanum verða einstaklingar og lítil sem stór fyrirtæki sem hafa áhuga og áform um fjárfestingar og/eða aukna starfsemi. Vaxtarklasinn verður vettvangur fyrir þessi fyrirtæki til að vinna saman og fá stuðning hvert af öðru. Borgarbyggð og Atvinnuráðgjöf Vesturlands koma að verkefninu og vera til hvatningar og stuðnings.
Skipuð hefur verið sjö manna verkefnisstjórn sem í eru þrír fulltrúar frá Borgarbyggð, tveir frá Háskólanum á Bifröst og tveir frá Atvinnuráðgjöf Vesturlands.
Meðfylgjandi mynd er tekin þegar Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri Borgarbyggðar og Þorvaldur T. Jónsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Háskólans á Bifröst undirrituðu samninginn.
 

Share: