
Það er skemmtileg stemning sem skapast í langflestum götum Borgarness og Hvanneyrar í aðdraganda Brákarhátíðinnar og í bæjarhlutum, nágrannar sem kannski hittast ekki allajafna standa hlið við hlið og binda slaufur eða snyrta götuna „sína“ með einum eða öðrum hætti, það eru dýrmætar stundir.
Við búum í einu fegursta byggðarlagi Íslands, látum þann kraft við tiltekt og fegrun umhverfisins í aðdraganda Brákarhátíðinnar smitast yfir allt samfélagið og yfir á aðra tíma ársins en júní, höldum Borgarbyggð hreinni og snyrtilegri – í sameiningu !
Björn Bjarki Þorsteinsson
forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar